Frétt

mbl.is | 10.10.2006 | 10:12Van Nistelrooy: Ber mikla virðingu fyrir Ferguson

Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy, hollenski sóknarmaðurinn sem lék með Manchester United í fimm ár, kveðst hafa fyrirgefið Alex Ferguson knattspyrnustjóra enska félagsins. Ósætti þeirra á milli síðasta vetur varð til þess að Hollendingurinn yfirgaf United í sumar og gekk til liðs við Real Madrid. Van Nistelrooy var mesti markaskorari United þann tíma sem hann var hjá félaginu en í lok febrúar setti Ferguson hann út úr liði sínu fyrir úrslitaleik deildabikarsins, gegn Wigan, og valdi Louis Saha í staðinn. Það sem eftir var tímabilsins mátti van Nistelrooy verma varamannabekkinn og síðan gaus ósættið upp þegar Ferguson valdi hann ekki í leikmannahópinn fyrir síðasta leikinn í deildinni í vor en þá hafði van Nistelrooy lent saman við Cristiano Ronaldo á æfingu deginum fyrir leik. Hollendingurinn yfirgaf Old Trafford í fússi og hélt heim til Hollands til móts við landsliðið.

„Tíminn hjá United var stórkostlegur kafli í mínu lífi, ekki bara fótboltinn því við kynntumst líka yndislegu fólki. Ég hafnaði því í tvígang að fara til Real Madrid en í þetta skiptið gat ég ekki neitað. Saga Real er svipuð United. Þegar ég lék í fyrsta skipti í búningi United á Old Trafford var það ólýsanleg tilfinning og ég fann hana aftur hjá Real," sagði van Nistelrooy við dagblaðið The Times.

Hann sagði að ósættið við Ferguson væri úr sögunni. „Ég stend í mikilli þakkarskuld við hann og ber mikla virðingu fyrir honum. Þó eitthvað hafi komið upp á milli okkar var það ekki svo slæmt að við getum ekki talast við. Ég sagði mína skoðun og svo heldur lífið áfram. Margir góðir leikmenn hafa áður farið frá United til annarra félaga. Maður breytir til og nýr kafli á ferlinum tekur við, en ég á góðar minningar frá fimm frábærum árum," sagði van Nistelrooy.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli