Frétt

Sigurður Pétursson | 09.10.2006 | 11:57Hvar er flokkur neytenda?

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Er það satt að íslenskir neytendur láti hvað sem er yfir sig ganga? Bíti bara á jaxlinn eins og forfeður okkar þegar mjölið var skemmt og vogin röng á dögum danskra einokunarkaupmanna? Eru það einu viðbrögð okkar við vaxtaokri bankanna, ólögmætu verðsamráði olíufélaganna og hæsta matarverði í heimi? Við hristum höfuðið, hneykslumst svolítið og höldum svo áfram einsog ekkert hafi í skorist. Rödd neytenda heyrist sjaldan, lítið fer fyrir gagnrýninni, krefjandi umræðu eða mótmælum. En það eru til samtök hér á landi sem starfa í þágu neytenda.

Um nýliðna helgi héldu Neytendasamtökin þing sitt. Félagar í samtökunum eru rúmlega tíu þúsund. Það þýðir að stór hluti íslenskra heimila tengist samtökunum. Félagar fá Neytendablaðið sent ársfjórðungslega fullt af hagnýtum upplýsingum og fróðleik. Samtökin reka upplýsinga- og kvörtunarþjónustu sem þúsundir manna notfæra sér á hverju ári.. Þau reka margháttaða starfsemi og standa vörð um hag neytenda í landinu. Áhrif samtakanna eru hinsvegar ekki í samræmi við félagafjölda og mikilvægi. Samtök framleiðenda og þrýstihópar fyrirtækja virðast hafa greiðari aðgang að stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem ráðið hafa í íslensku samfélagi síðustu árin. Þessu þarf að breyta.

Neytendur vilja virka samkeppni, ekki einokun eða fákeppni

Á þingi Neytendasamtakanna voru samþykktar ályktanir þar sem fram koma kröfur íslenskra neytenda. Þær helstu eru:

- Matvöruverð lækki nú þegar: Vörugjöld verði afnumin, virðisaukaskattur afnuminn, samkeppniseftirlit hert.

- Landbúnaðarstefnunni verði breytt. Tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti verði lagðir af nú þegar og innflutningur gefinn frjáls. Tollar á innfluttum mjólkurvörum, nautakjöti og lambakjöti lækki þegar í stað og falli niður innan fárra ára.

- Fjármálastarfsemi: Bil milli útláns- og innlánsvaxta lækki, lántökukostnaður lækki, uppgreiðslugjöld falli niður að mestu og stimpilgjöld af lánum falli niður.

- Kröfur um aukið eftirlit og upplýsingagjöf varðandi tryggingastarfsemi, lyfjamarkaðinn og erfðabreytt matvæli.

- Að ákæruvaldið og dómstólar dragi til ábyrgðar þá sem stóðu fyrir mesta viðskiptasamsæri síðari ára með verðsamráði olíufélaganna.

Hvar eru málsvarar neytenda?

Nú þegar kosningar eru í aðsigi og stjórnmálamenn og flokkar kynna stefnumál sín, ættu íslenskir neytendur, almenningur í landinu, að kynna sér málflutning þeirra ofan í kjölinn. Hver er afstaða þeirra til sjónarmiða neytenda? Hverjum er treystandi? Takið vara á úlfum í sauðagærum, varist fagurgala stjórnmálamanna sem varið hafa forréttindi olíufélaga, tryggingafélaga, úrelts landbúnaðarkerfis, vaxtaokurs og lyfjarisa. Hvaða flokkar hafa setið að kjötkötlunum með risunum í íslensku efnahagslífi? Hverjir hafa skammtað sneiðarnar? Íslenskir neytendur geta tekið málin í sínar hendur með því að beina stuðningi sínum og atkvæðum í þann farveg sem tryggir afkomu þeirra og framtíð. Nú er tækifærið!

Sigurður Pétursson.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli