Frétt

mbl.is | 09.10.2006 | 08:12Töluvert meiri bjartsýni ríkir um framboð Íslands

Þungi er tekinn að færast í kosningabaráttu Íslands, Austurríkis og Tyrklands vegna tveggja sæta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009-2010, en tvö ár eru nú þar til kosningarnar fara fram. Meiri bjartsýni ríkir um framboð Íslands en e.t.v. varð vart áður en þó ber að taka fram að bæði Tyrkir og Austurríkismenn segjast jafnframt öruggir um að ná settu marki.

Segja má að kosningabaráttan hafi hafist fyrir alvöru í ráðherraviku á allsherjarþingi SÞ fyrir skömmu en þá hitti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hátt í þrjátíu starfsfélaga frá öðrum ríkjum í hliðarherbergjum allsherjarþingsins.

Mest fer fyrir Tyrkjum í kosningabaráttunni en þeir hafa, eins og Íslendingar, opnað síðu á Netinu til kynningar framboðinu og prentað sérstakan kynningarbækling. Austurríkismenn eru hins vegar „ósýnilegir“, eins og það var orðað við Morgunblaðið.

Kosningastjóri tyrkneska framboðsins fullyrti nýverið að 120 ríki væru búin að heita Tyrklandi stuðningi, en til að ná kjöri þarf ríki líklega 128 atkvæði í atkvæðagreiðslu í allsherjarþinginu. Austurrískir og íslenskir embættismenn draga þessar tölur hins vegar í efa. Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra, upplýsti í vor að um 60 ríki væru búin að heita Íslandi stuðningi en þeim mun hafa fjölgað talsvert síðan.

Ísland hefur aldrei sent fulltrúa á fundiSamtaka óháðra ríkja (non-aligned movement) en á þessu varð breyting í september. Þá sóttu Sigríður Snævarr og Ólafur Egilsson NAM-fundinn á Kúbu, í því skyni að reyna að afla framboði Íslands til öryggisráðsins stuðnings.
Í hnotskurn
» Kosningar vegna setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009-2010 fara fram haustið 2008. Ísland er í framboði ásamt Austurríki og Tyrklandi.
» 192 ríki eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum og öll munu hafa atkvæðisrétt hafi þau greitt gjöld sín til SÞ. Tvo þriðju atkvæða þarf til að ná kjöri, þ.e. 128 ef öll aðildarríki taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli