Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 11.02.2002 | 19:39Er einhvers staðar of í lagt?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Það urðu óneitanlega þáttaskil í stefnumótun í samgöngumálum okkar þegar Alþingi samþykkti í fyrsta skipti langtímaáætlun í vegamálum. Atrennur höfðu verið gerðar að þessu máli nokkrum sinnum áður, en aldrei hafði málinu verið lokið fyrr. Með samþykkt áætlunarinnar þann 2. júní 1998, lá stefna fyrir um hvert skyldi haldið, hverjar áherslurnar skyldu verða og að hverju stefnt.
Allt skipti þetta miklu máli. Með þessari áætlunarsmíð tókst Alþingi að brjótast út úr ákveðnum ógöngum sem það var komið í. Menn settu sér tiltekin markmið um aðgerðir og að þeim hefur verið unnið síðan. En hver voru þessi markmið? – Jú þau voru eftirtalin:

Eðlileg markmið

· Ljúka hringveginum með bundnu slitlagi og vegum af honum til þéttbýlisstaða með 200 íbúa eða fleiri.
· Tengja saman byggðakjarna með fleiri en 1000 íbúa á hvorum stað þar sem fjarlægð á milli er innan við 80 km og framkvæmdin leiðir til verulegrar styttingar.
· Bundið slitlag á fjölfarnar ferðamannaleiðir.
· Endurbyggja ófullnægjandi einbreiðar brýr á helstu flutningaleiðum.
· Breikka fjölfarna vegi til að auka öryggi og flutningsgetu.
· Laga ófullnægjandi slitlagskafla á vegum með mikilli umferð.
· Breikka einbreiðar brýr á hringveginum.

Nýjar forsendur til atvinnuþróunar

Það er ljóst mál að þegar þessum markmiðum hefur verið náð verður staða okkar í samgöngumálum allt önnur en hún er í dag. Raunar finnum við úti um landið hvernig hver áfanginn á fætur öðrum gjörbreytir ástandinu og skapar nýjar forsendur til atvinnuþróunar, sem áður voru óhugsandi. Nægir þar að nefna helsta vaxtarbroddinn í fiskvinnslu okkar Íslendinga, útflutning á ferskum unnum fiskflökum. Fyrir nokkrum árum var óhugsandi að flytja slíkar afurðir út frá þeim stöðum sem fjarlægari voru Keflavíkurflugvelli. Nú hafa samgöngubæturnar bókstaflega opnað þessa leið. Og fróðlegt er að veita því athygli að vöxturinn í þessari framleiðslu er nú mestur á landsbyggðinni.

Þola þessi verkefni lengri bið?

Varla getur verið mikill ágreiningur í raun um að þau markmið sem við settum okkur árið 1998 voru eðlileg. Sumir myndu þó segja að þau væru ekki nægjanleg metnaðarfull, en þau voru hins vegar raunsæ og endurspegluðu þá fjármuni sem við höfðum úr að spila til þessa mikilvæga málaflokks.

Þess vegna hefur það verið næsta undarlegt að fylgjast með umræðu, sem hefur meðal annars farið fram á síðum þessa blaðs, þar sem reynt er að gera tortryggilegan hlut landsbyggðarinnar í vegafé landsmanna – og telja hann óeðlilega mikinn, -. Eða hvað er það af ofangreindum markmiðum sem þolir sérstaklega bið, að mati þeirra sem gagnrýna skiptingu vegafjárins?

Er þetta ofrausn?

Er það einhver ofrausn að íbúar norðanverðra eða sunnanverðra Vestfjarða komist á malbikuðum vegum inn á hringveginn? Telja menn að það geti beðið mörg ár í viðbót að heilu byggðsvæðin hafi heilsárssamgönguleið á landi inn á aðal þjóðvegakerfið? Finnst mönnum, í ljósi hinna skelfilegu umferðarslysa, að ástæða sé til þess að fara hægar við að ryðja úr vegi hinum stórhættulegu einbreiðu brúm? Er það tilræði við hagsmuni íbúa höfuðborgarsvæðisins að hringvegurinn svo nefndi sé lagður bundnu slitlagi á þessum áratug?
Svari þessu hver fyrir sig.

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, fyrrverandi formaður samgöngunefndar Alþingis.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli