Frétt

mbl.is | 06.10.2006 | 16:11Tæplega 4 þúsund útlendingar fengu kennitölu í ágúst og september

Í ágúst og september fengu 3.946 útlendingar kennitölu, þar af 242 börn yngri en 18 ára hjá Þjóðskrá. Í þessum tölum eru ekki þeir Norðurlandabúar sem fá strax lögheimili hér á landi við framvísun samnorræns flutningsvottorðs. Aðrir en Norðurlandabúar fá ekki lögheimili á Íslandi fyrr en Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfisskírteini þeim til handa. Reynslan hefur sýnt að einhver hluti framangreindra útlendinga ílendist.

Á undanförnum vikum hefur orðið nokkur umræða í fjölmiðlum um útgáfu Þjóðskrár á kennitölum til erlendra ríkisborgara. Hér er átt við útlendinga sem ekki hafa tekið upp fasta búsetu á Íslandi. Árum saman hefur Þjóðskrá getað annað þessari útgáfu kennitalna innan fárra daga. Þetta breyttist í sumar vegna gríðarlegrar fjölgunar útlendinga sem til landsins hafa komið til vinnu.

Á skömmum tíma varð bið eftir útgáfu kennitölu orðin meiri en fjórar vikur. Þjóðskrá hefur brugðist við þessum vanda og er afgreiðsla beiðna nú komin aftur í fyrra horf. Þó berast berast Þjóðskrá enn yfir eitthundrað beiðnir flesta daga, að því er segir í tilkynningu. Þeir sem fengu útgefna kennitölu eru frá eftirfarandi löndum: Pólland 1.905, Þýskaland 245, Litháen 230, Svíþjóð 148, Lettland 130, Portúgal 126, Bandaríkin 107, Ítalía 76, Bretland 75, Danmörk 70, Frakkland 68, Tékkland 65, Spánn 45, Finnland 43 og Slóvakía 43.

„Í umræðunni um útgáfu kennitalna til barna hefur gætt misskilnings. Þjóðskrá hefur til margra ára kappkostað að flýta afgreiðslu kennitalna til barna. Til þess að svo megi verða þurfa forsjármenn þeirra, ef þeir hyggjast dveljast í landinu lengur en þrjá mánuði, að sækja um dvalarleyfi fyrir börn sín hjá Útlendingastofnun og kennitölu hjá Þjóðskrá. Hafi slíkt verið gert, og fullnægjandi gögn fylgt með, gefur Þjóðskrá út kennitölu. Í flestum þeirra mála sem mesta umfjöllun fengu í fjölmiðlum höfðu forsjármenn barnanna ekkert aðhafst gangvart Þjóðskrá og Útlendingastofnun," að því er segir í tilkynningu.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli