Frétt

bb.is | 06.10.2006 | 13:52Ísafjarðarkvöld á Airwaves í boði The Reykjavík Grapevine

Hljómsveitin Reykjavík! er meðal þeirra ísfirsku sveita sem koma fram á hátíðinni.
Hljómsveitin Reykjavík! er meðal þeirra ísfirsku sveita sem koma fram á hátíðinni.
Eins og sagt hefur verið frá verða vestfirskar hljómsveitir áberandi á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík, sem hefst í næstu viku. Ekki hefur þeim Reykvíkingum dugað einfaldur skammtur af hinum vestfirska hljóðheimi, enda eftirspurnin jafnvel meiri en gríðarlegt framboðið af fyrirtaks tónlist af kjálkanum góða, og því hefur tímaritið Reykjavík Grapevine ákveðið halda sérstakt Ísafjarðarkvöld í tengslum við hátíðina. Meðal þeirra sem koma fram á Ísafjarðarkvöldinu, sem haldið verður á veitingahúsinu Hressó við Lækjartorg, eru blúshundurinn Skúli Þórðarson, ákafarokkararnir í Reykjavík! og ragnaraka-metalhausarnir í Nine-Elevens. Þá mun rokksveitin Weapons, en í henni spilar Ísfirðingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, koma fram, auk heiðursísfirðinganna í Skátum og Foghorns, en báðar þær sveitir hafa spilað á Ísafirði við mikinn fögnuð heimamanna.

Þegar rætt var við Hauk Magnússon, gítarleikara hljómsveitarinnar Reykjavík! og starfsmann Iceland Airwaves, fyrir skemmstu, um það hvernig á því stæði að ísfirsk tónlist væri jafn áberandi á hátíðinni og raun ber vitni um sagðist hann telja þetta beina afleiðingu af grasrótarstarfi því sem unnið var á Ísafirði á tíunda áratugnum þegar hljómsveitum stóð sem dæmi til boða æfingahúsnæði í félagsmiðstöð bæjarins. Þá sagði hann að ekki mætti vanmeta áhrif þungarokkshljómsveitarinnar Urmuls frá Ísafirði, sem náði nokkrum vinsældum á tíunda áratugnum og blés mörgum rokkaranum andagift í brjóst. Þess má geta að Guðmundur Birgir Halldórsson, gítarleikari Reykjavíkur!, var einnig í Urmli á sínum tíma. Aðrir meðlimir Urmuls hafa verið að gera það gott víðs vegar í tónlistarbransanum, og má nefna að Jón Geir Jóhannsson trommar nú með sveitinni Ampop, og bassaleikarinn Símon Jakobsson spilar í poppsveitinni Buttercup. Þá leikur gítarleikarinn Stefán Baldursson sína músík hér vestra, m.a. í sveitunum Unaðsdal og Húsinu á sléttunni.

Engum ætti svo að koma á óvart að tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin hefur verið um páska síðastliðin þrjú ár, hafi vakið rækilega áhuga landans á tónlistarmenningunni á svæðinu.

Ísafjarðarkvöld Reykjavík Grapevine verður eins og áður segir næstkomandi föstudagskvöld, 20. október, og hefst gamanið á Hressó kl. 18.30. Prógram kvöldsins er eftirfarandi:

18.30 – Skúli Þórðarson
19.30 – Weapons
20.30 – Foghorn
21.30 – Skátar
22.30 – Reykjavík!
23.30 – Nine-Elevens

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli