Frétt

mbl.is | 05.10.2006 | 14:04Íslenska ríkið sýknað af kröfu um ógildingu brottvísunar frá Íslandi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum ungs manns, sem fæddur er í Víetnam en bjó um skeið á Íslandi, um að ógiltur verði úrskurður dómsmálaráðuneytis frá 15. apríl 2005, um að honum skuli vísað úr landi og bönnuð endur­koma til landsins næstu tíu árin. Í gögnum málsins kemur fram að maðurinn kom hingað til lands með móður sinni í júlí 2001 er hann var 16 ára gamall. Hann fékk útgefið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldu­tengsla sem gilti til 1. desember 2001. Dvalarleyfi hans var þá endur­nýjað og gilti til 20. mars 2003, en 9. apríl s.á. fékk hann útgefið nýtt dvalarleyfi sem gilti til 20. mars 2004. Móðir piltsins fékk búsetuleyfi hér á landi í júlí 2004. Faðir hans og bróðir búa einnig hér á landi en þeir komu til Íslands árið 2002. Hefur hvorugur þeirra fengið búsetuleyfi hér.

Hinn 22. apríl 2002 var piltinum veitt skilorðsbundin ákærufrestun til tveggja ára vegna brota gegn 1. mgr. 259. og 244. gr. almennra hegningarlaga. Þá var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. maí 2003 í máli piltsins, þar sem hann var dæmdur til að sæta 18 mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og kynferðisbrot gegn barni og 9. desember s.á. í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Loks var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands 10. júní 2004 þar sem hann var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað þegar hann var í refsivist á Kvíabryggju. Vegna þessara dóma var pilturinn í fangelsi í rúmt ár en vegna ungs aldurs fékk hann reynslulausn í tvö ár eftir helming afplánunar í ágúst 2004.

Útlendingastofnun tók ákvörðun 18. nóvember 2004 um að vísa unga manninum úr landi og var hún birt honum 18. janúar 2005, en hann kærði hana samdægurs. Jafnframt var ákveðið að honum væri bönnuð endurkoma til Íslands næstu tíu ár frá fram­kvæmd úrskurðarins. Dómsmálaráðuneytið kvað síðan upp úrskurð 15. apríl s.á. þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar var staðfest og í byrjun júní sl. var úrskurðurinn framkvæmdur með brottvísun hans úr landi.

Ungi maðurinn telur að meðferð Útlendingastofnunar á máli hans hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði stjórnsýslulaga þar sem bæði andmæla- og rannsóknarreglan hafi verið brotnar. Hafi dómsmálaráðuneytinu því ekki verið heimilt að staðfesta úrskurð Útlend­ingastofnunar. Jafnframt hafi ekki verið forsendur til að taka ákvörðun um brott­vísun hans úr landi.

Meðal annars hafi ekki litið til þess að brot hans hafi verið framin áður en hann náði fullorðinsaldri. Fjöl­skylda hans búi hér á landi auk þess sem hann hefði að engu að hverfa í uppruna­landi sínu.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki sé fallist á þá málsástæðu unga piltsins að ekki hafi verið forsendur til að vísa honum úr landi enda hefur ekki verið sýnt fram á að framan­greind atriði hafi ekki verið rétt metin af hálfu ráðuneytisins.

„Tilvísanir stefnanda til þess að brotin hafi verið framin áður en hann hafi náð fullorðinsaldri, að þau megi rekja til átaka, sem hann hafi lent í vegna áreitis, sem hann hafi orðið fyrir sem útlend­ingur, eða að engin almannahætta verði af áframhaldandi dvöl stefnanda hér á landi, eiga ekki við um úrlausnarefnið enda skipta þær ekki máli að öðru leyti en því sem að ofan greinir og þegar hefur verið tekið tillit til af hálfu ráðuneytisins við mat á því hvort framangreind ráðstöfun verði talin ósanngjörn samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga um útlendinga. Á sama hátt skiptir ekki máli þótt brot stefnanda hafi ekki verið skipu­lögð í lengri tíma eða hvort þau sýni brotavilja og líkur á endurtekningum. Ráðuneytið hefur eins og að ofan greinir metið alvarleika brotanna og það að um var að ræða endurtekin brot sem framin voru á skömmum tíma stuttu eftir komu stefnanda til landsins eins og fram kemur í úrskurði ráðuneytisins. Verður með vísan til þessa ekki fallist á að umrædd ákvörðun um að vísa stefnanda úr landi verði talin ósanngjörn með tilliti til aldurs stefnanda þegar hann framdi brotin, tengsla hans við landið og fjöl­skyldu sína hér á landi eða af öðrum ástæðum sem stefnandi hefur vísað til.

Þrátt fyrir að fallast megi á það með stefnanda að aðskilnaður hans frá fjölskyldu sinni hér á landi geti orðið honum og fjölskyldu hans þungbær verður ekki fram hjá því litið að stefnandi hefur aðeins dvalist á Íslandi í stuttan tíma og setið töluverðan hluta þess tíma í fangelsi. Auk þess telst Víetnam hans heimaland en þar ólst hann upp og bjó þar þangað til hann fluttist hingað til lands. Verður því ekki fallist á að hin umdeilda ráðstöfun geti talist stefnanda þungbærari en efni standa til enda var hún tekin í samræmi við lagafyrirmæli þar um, mati á alvarleika brotanna og samkvæmt öðrum málefnalegum sjónarmiðum sem lýst er í úrskurði dómsmálaráðuneytisins og hér hefur verið vísað til. Stefnandi hefur ekki sett fram formlega kröfu um að tíminn sem honum hefur verið bönnuð endurkoma til landsins verði styttur, en vegna þess sem fram kom við munnlegan málflutning, um að ráðuneytinu hafi borið að ákveða skemmri tíma en gert var með ákvörðun Útlendingastofnunar, ber að líta svo á að sú framsetning teljist ekki hafa komið fram með fullnægjandi hætti og verður því ekki fjallað frekar um það atriði við úrlausn málsins.

Með vísan til alls þessa verður ekki fallist á kröfu stefnanda um ógildingu á úrskurði dómsmálaráðuneytisins 15. apríl 2005 og ber því að sýkna stefnda af þeirri kröfu," að því er segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli