Frétt

visir.is | 04.10.2006 | 12:17Leikmannasamningur HSÍ gerir félögum kleift að ráðskast með leikmenn

Dómur féll í máli markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar á dögunum en HSÍ vildi ekki samþykkja félagaskipti hans frá Fram yfir í HK. Markvörðurinn taldi eðlilegt að HSÍ samþykkti félagaskiptin þar sem viðaukasamningur hans (launasamningur) var útrunninn en eitt ár var eftir af leikmannasamningnum hans, sem heitir A-leikmannasamningur. Petkevicius taldi sig lausan allra mála þar sem hann var ekki lengur á launum en því var HSÍ ekki sammála. Dómstóll HSÍ staðfesti fyrri niðurstöðu sambandsins og neitaði að staðfesta félagaskiptin. HK ætlaði í fyrstu að áfrýja dómnum alla leið en komst að samkomulagi við Fram áður en til þess kom og greiddi fyrir leikmanninn en það ætlaði félagið aldrei að gera. Það er í raun miður að málið hafi ekki farið alla leið í dómskerfi HSÍ því áhugavert hefði verið að fá endanlegan úrskurð í þessu máli, enda um mikið hagsmunamál fyrir leikmenn að ræða.

En af hverju dæmdi dómstóll HSÍ ekki markverðinum í vil og hver er eiginlega réttur þeirra leikmanna sem eru með styttri viðaukasamning en leikmannasamning? Seinni spurningunni er fljótsvarað: enginn! Ástæðan er klaufalegt orðalag í A-leikmannasamningnum sem gerir félögum kleift að ráðskast með leikmenn séu þeir svo vitlausir að hafa ekki sömu dagsetningu á A-leikmannasamningnum og viðaukasamningnum. Á móti kemur að hægt er að velta fyrir sér hvað vaki fyrir þeim félögum sem hundsi leiðbeiningar Handknattleikssambandins og geri samninga við leikmenn með mismunandi dagsetningum.

Í leikmannasamningnum stendur stórum stöfum: Viðaukasamningur skal ávallt hafa sömu tímamörk og A-leikmannasamningur viðkomandi samningsaðila. Þetta er frekar afdráttarlaus setning sem ekki á að vera hægt að misskilja en vandamálið liggur í lítilli línu aðeins ofar sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var bætt inn í samninginn: Ef að samningarnir hafa ekki sama gildistímann þá gilda tímamörk A-leikmannasamnings HSÍ. Þessi setning, sem átti augljóslega að vera leiðbeinandi, gjaldfellir í raun fyrri setningu þar sem afdráttarlaust var sagt að sömu tímamörk ættu að vera á samningnum.

Með öðrum orðum þýðir þessi setning að ef leikmaður gerir til að mynda tveggja ára viðaukasamning og þriggja ára A-leikmannasamning þá á félagið hann þriðja árið og réttur leikmannsins er í raun enginn. Það er ekkert sem segir að félagið verði að gera nýjan viðaukasamning við leikmanninn eða að gamli viðaukasamningurinn haldi þar sem A-samningurinn sé lengri.

Ef mið er tekið af niðurstöðu dómsins hefði Fram í raun getað haldið Petkevicius hjá félaginu fram á næsta sumar án þess að borga honum krónu fyrir, hefði félagið kosið svo.
Leikmenn verða því að að passa upp á að sömu tímamörk séu á samningunum því annars nær félagið hreðjataki á leikmanninum miðað við úrskurðinn. Í raun er ótrúlegt til þess að hugsa að einhverjir leikmenn skuli hreinlega gera þessi mistök.

Það sem er einnig athyglisvert í máli Petkeviciusar er að hann skrifar undir íslensku útgáfu leikmannasamningins en ekki ensku útgáfuna eins og tíðkast þegar erlendir leikmenn semja við íslensk félög. Í fyrstu gæti einhver haldið að samningarnir væru nákvæmlega eins en svo er ekki. Þessa afdrifaríku setningu sem segir að ef samningarnir séu ekki með sömu tímamörk gildi A-samningurinn er nefnilega ekki að finna í ensku útgáfunni. Með öðrum orðum er líklegt að Petkevicius hefði verið laus um leið og viðaukasamningnum lauk hefði hann skrifað undir ensku útgáfuna miðað við þennan nýfallna dóm.

Lögfróðir menn sem Fréttablaðið ræddi við segja að ef Petkevicius hefði sagt upp A-samningnum skriflega á sínum tíma, á þeim forsendum að ekki væri lengur um greiðslur að ræða, hefði hann líklega losnað frá Fram án vandræða. Það myndi tæplega halda vatni að hægt væri að halda leikmanni nauðugum í vinnu án greiðslu. Leikmenn verða að sjálfsögðu að lesa vel það sem þeir skrifa undir og þótt erlendi samningurinn sé ekki eins er meiningin sú sama og það er ætlast til að sömu tímamörk séu á þessum samningum, sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Við hljótum að bregðast við þessu á réttan hátt því breytinga er augljóslega þörf. Líklegt er að formannafundur skipi nefnd sem fer yfir málið. Niðurstaða þessa dóms sýnir galla sem við sáum ekki fyrir.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli