Frétt

mbl.is | 03.10.2006 | 10:07Nýtt þensluskeið gæti hafist árið 2008

Greiningardeild KB banka telur að nýtt þensluskeið gæti hafist í efnahagslífinu á árinu 2008 en umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir eru á teikniborðinu um þessar mundir. Greiningardeild gerir ráð fyrir um 2,4% aukningu í þjóðarútgjöldum árið 2008 og um 4,2% hagvexti. Í sérefni KB banka um stóriðjuframkvæmdir kemur fram að mögulegar stóriðjuframkvæmdir muni þrengja verulega að frekari nýtingu orkuauðlinda landsins. Greiningardeild KB banka gerir ekki ráð fyrir frekari stóriðjuframkvæmdum í hagspá sinni líkt og Landsbanki Íslands gerði í sinni hagspá.

„Umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir eru á teikniborðinu um þessar mundir. Til skoðunar er stækkun álvers Alcan í Straumsvík um 280 þúsund tonn, nýtt álver í Helguvík upp á 250 þúsund tonn. Ljóst er að gríðarlega stórt framleiðsluskref í áliðnaði er framundan ef öll þrjú álverin verða að veruleika.

Í febrúar gaf Greiningardeild síðast út álit sitt á mögulegum álversframkvæmdum og var þá talið að fjárfestingin myndi safnast að stórum hluta á árin 2009-2011. Nú munu vandkvæði við orkuöflun hins vegar setja strik í reikninginn og dreifa framkvæmdum á fleiri ár en áður var talið. Greiningardeild gerir ráð fyrir að fjárfesting í stóriðju verði á bilinu 50-60 milljarðar á hverju ári á tímabilinu 2008-2013," að því er segir í sérefni Greiningardeildar KB banka, og kynnt var á morgunfundi bankans.

Þar kom fram að mögulegar stóriðjuframkvæmdir muni þrengja verulega að frekari nýtingu orkulinda landsins. Allar þrjár álversframkvæmdirnar krefjast um 13 TW stunda af nýrri orku og yrði heildarorkunotkun komin upp í 29TW stundir sem þýðir um 60% af heildarframleiðslugetu orkuauðlindarinnar.

„Greiningardeild telur að nýtt þensluskeið gæti hafist í efnahagslífinu á árinu 2008. Seðlabanki Íslands mun þurfa að beita hávaxtastefnu í náinni framtíð vegna þensluafleiðinga stóriðjustefnunnar og gengi krónunnar verður sterkara en ella sem ýtir undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum," að því er segir í skýrslu KB banka.

Að sögn Steingríms A. Finnssonar, sérfræðings á Greiningardeild KB banka, munu virkjanaframkvæmdir hefjast þegar árið 2007 ef stækkun álversins í Straumsvík verður að veruleika árið 2008 og að það verði fullbúið árið 2010. Hinar tvær álversframkvæmdirnar, á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Reykjanesi, eru mun skemur á veg komnar. Segir hann að í stóriðjugreiningu KB banka sé gert ráð fyrir því að hafist verði handa við álver á Norðurlandi árið 2009 og það tekið í gegnið þremur árum síðar eða í kringum 2012.

„Stóriðjuframkvæmdirnar munu halda gengi krónunnar hærra en ella. Gert rer ráð fyrir að krónan muni haldast sterk allt fram til 2011 og byrja síðan að veikjast eftir það. Þó má vel vera að krónan muni haldast sterk lengur, þar sem mikil fjárfesting í stjóriðju mun eiga sér stað á árunum 2008-2013.

Ef fjárfestar telja öruggt að stóriðjuframkvæmdir verði að veruleika má gera ráð fyrir að þeir muni spila á slíkar væntingar með því að gefa út krónubréf til lengri tíma og veðja þannig á hátt innlent vaxtastig. Jafnframt gætu erlendir aðilar brugðið á það ráð að framlengja þeim bréfum sem eru á gjalddaga fram´a mitt framkvæmdatímabilið þegar fyrirséð er að krónan haldist sterk," að því er segir í sérefni Greiningardeildar KB banka um stóriðjuframkvæmdir.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli