Frétt

bb.is | 30.09.2006 | 11:20Verður Ásdís Svava krýnd Ungfrú heimur?

Ásdís Svava Hallgrímsdóttir er tvímælalaust stórglæsileg ung kona.
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir er tvímælalaust stórglæsileg ung kona.
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, 19 ára Ísfirðingur og fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú Heimur, sem fer fram í dag. Núverandi Ungfrú Heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir mun krýna arftaka sinn í kvöld og eru 104 stúlkur sem keppast um hnossið. Ásdís Svava hefur dvalið í Póllandi þar sem keppnin fer fram frá því í byrjun mánaðar og tekið þátt í ýmsum menningarviðburðum og undankeppnum. Ásdís er sú vestfirska stúlka sem náð hefur mestum árangri í fegurðarsamkeppni. Hún hafnaði í öðru sæti bæði í Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland auk þess að vera kjörin O´Neal stúlkan. Ásdís Svava hefur vakið mikla athygli fyrir þokka og fegurð og hreppti fyrr á árinu hlutverk í danska spennumyndaflokknum Erninum þar sem hún lék suðræna fegurðardís. Net- og símakosning ráða aðra af tveimur efstu stúlkum hverrar álfu inn í undanúrslitin og keppir Ásdís Svava við aðrar stúlkur í Norður Evrópu.

Ásdís er dóttir Hallgríms Magnúsar Sigurjónssonar og Jóhönnu Einarsdóttur á Ísafirði en sjálf er hún búsett í Kópavogi. Hún stundar nám í Verzlunarskóla Íslands og ætlar að verða leggja barnalækningar fyrir sig. Foreldrar hennar eru staddir út í Póllandi, og að því er fram kemur á bloggi Unnar Birnu á mbl.is urðu miklir fagnaðarfundir á fimmtudag þegar Ásdís sá þau eftir að hafa verið tæpan mánuð svo fjarri heimalandi sínu.

Stífar æfingar hafa staðið yfir að undanförnu til þess að keppnin fari sem glæsilegast fram. Þess má geta að heimsfræga strákahljómsveitin Westlife mun skemmta áhorfendum á milli þess sem fegurstu stúlkur heims koma fram.

Keppnin fer fram í Varsjá í Póllandi og verður hún sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum og hefst kl. 18.

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli