Frétt

mbl.is | 29.09.2006 | 11:13Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir að hafa misþyrmt sambýliskonu sinni. Að sögn konunnar sló maðurinn hana hnefahögg í höfuð og líkama með þeim afleiðingum að hún marðist illa og bólgnaði upp. Maðurinn neitaði sök og sagði að konan hlyti að hafa dottið á stól þegar hún lamdi hann. Umrætt atvik átti sér stað í ársbyrjun. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að samkvæmt sakavottorði maðurinn ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi og segir að það beri að horfa til þessa við ákvörðun refsingar. Að því frátöldu eigi hann sér engar málsbætur.

Á hinn bóginn horfa mörg atriði til refsiþyngingar. Ber fyrst að nefna að brot mannsins var framið innan veggja heimilis konunnar, sem nýtur friðhelgis, en þar mátti hún vænta þess að vera óhult fyrir árásum annarra í einkalífi sínu og fjölskyldunnar. Maðurinn braut gegn þeirri helgi með freklegum hætti og olli henni tjóni á líkama og sál. Þá ber að líta til aldurs ákærða, sem var 37 ára þegar hann framdi brotið, en að áliti dómsins var árás ákærða í senn fólskuleg og tilefnislaus og gekk hann til verksins af heift og linnti ekki látum fyrr en konan lá grátandi og særð á gólfi íbúðarinnar. Að þessu virtu og einnig með hliðsjón af hæstaréttardómi 28. apríl 2005 í máli nr. 2/2005 þykir refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði.

Með hliðsjón af alvarleika brotins orkar tvímælis hvort maðurinn eigi að njóta þess hagræðis að refsing hans sé bundin skilorði. Með vísan til nefnds hæstaréttardóms, þess að maðurinn og konan hafa tekið upp sambúð að nýju og eiga saman ungabarn og síðast en ekki síst í ljósi þess að konan hefur sjálf beðið honum griða með tilliti til refsiákvörðunar þykir mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum fimm árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi maðurinn almennt skilorð, að því er segir í niðurstöðu dómsins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli