Frétt

bb.is | 28.09.2006 | 10:27Mótmæla skiptingu landsins í „misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar“

Internetnotendur á Ísafirði greiða meira fyrir minni hraða, en jafningjar þeirra í Reykjavík.
Internetnotendur á Ísafirði greiða meira fyrir minni hraða, en jafningjar þeirra í Reykjavík.
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun til að mótmæla nýlegum þjónustubreytingum hjá Símanum, sem fela meðal annars í sér að venjulegur ADSL notandi á Vestfjörðum greiðir sama verð fyrir 6MB/s tengingu og ADSL notandi á höfuðborgarsvænu borgar fyrir 12MB/s. Háhraðabreytingar áttu sér stað hjá Símanum um síðustu mánaðamót og var tengihraði tvöfaldur á eftirtöldum stöðum: Höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsdal, Grindavík, Sandgerði, Garði, Keflavík, Njarðvík, Vogum, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Hellu, Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn. Annars staðar gildir sami hraði og áður, á sama verði og áður, en sömuleiðis á sama verði og áðurnefndir háhraðanotendur greiða fyrir sína tengingu, sem er helmingi hraðari. Breytingarnar, þar sem þær áttu sér stað, tóku gildi strax hjá nýjum viðskiptavinum en stefnt er að því að klára uppfærslu núverandi viðskiptavina í september mánuði. Þá verða notendur að vera með ADSL2+ hæfan endabúnað, auk þess sem tengingin er háð línugæðum og því að notendur séu innan við 3 km frá símstöð, og innanhúslagnir þurfa eðlilega að vera í lagi.

Yfirlýsing undirskriftasöfnunarinnar, sem sett er af stað undir heitinu „Aftur til fortíðar?“, hljóðar svo: „Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum.“

Hægt er að skrifa undir með því að fara á: http://snerpa.is/siminn/

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli