Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 07.02.2002 | 10:07Gömlu baráttumáli siglt í höfn

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Mikið framfaramál er nú í höfn, með samþykkt Alþingis á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um málefni svo kallaðra dagabáta. Enginn vafi er á því að þessi nýju lög styrkja mjög grundvöll þessa útgerðarforms og treysta forsendur þess. Þegar fjallað var um málefni svo kallaðra krókaflamarksbáta á haustmánuðum á Alþingi kom staða dagabátanna til umræðu. Ljóst var að treysta þyrfti rekstrarforsendur þessa útgerðarflokks og gera breytingar á rekstrarumhverfi hans. Lögðum við þingmenn í meirihluta sjávarútvegsnefndar í nefndaráliti okkar áherslu á að það yrði gert fyrir 1. febrúar nk., enda ljóst að mál þessara báta yrðu ekki leidd til lykta fyrir áramót. Nú hefur verið við það staðið og er það í senn mikilvægt og ánægjulegt.
Engum nema ofurmennum ætlandi var

Gamalt baráttumál smábátasjómanna er leitt í lög með þessari breytingu. Horfið er frá því að sóknareiningin sé sólarhringur. Þess í stað verður sóknareiningin klukkustund. Þetta er mikið réttlætis og framfaramál. Fyrra fyrirkomulag, leiddi til ofurkapps. Menn stóðu við færin í heilan sólarhring án hvíldar. Slíkt er engum ætlandi nema ofurmennum. Handfæraveiðarnar hefðu með sama áframhaldi breyst í eðli sínu og einungis orðið á færi þeirra yngstu og hraustustu og það einungis um skamma hríð. Þetta fyrirkomulag bauð líka hættunni heim, þar sem menn fóru ekki í land þó brældi, fyrr en í fulla hnefana.

Breytingin nú leiðir til þess að ofurkappið hverfur og öryggis sjómanna eykst. Var það raunar ein af ábendingum stjórnskipaðrar nefndar um öryggismál sjómanna sem skilaði áliti sínu fyrir ekki löngu síðan. Þá má ætla að hráefnismeðferð batni með þessu móti.

Samhliða þessu fær Fiskistofa aðgang að hinu sjálfvirka tilkynningakerfi. Þar með verður tímamæling sóknarinnar gerð alveg örugg og getsakir um að teygst hefði stundum úr sólarhring daga bátanna ættu að heyra sögunni til.

Eykst aflinn?

Skiptar skoðanir eru um hvort þessi lagabreyting muni auka afla þessa bátaflokks. Ýmislegt gæti orðið til þess að sóknin minnki. Í fyrsta lagi það sem hér hefur verið nefnt „ofurkapp“ og ætla má að dragi úr. Í annan stað er augljóst að veiðiferðum fjölgar og tíminn sem nýtist við veiðar skerðist af þeim ástæðum. Og loks var það þannig í gildandi lögum að menn gátu látið minnka báta sína til þess að verða sér úti um fleiri sóknardaga. Það er nú afnumið og mun því skerða sóknarmöguleika dagabátanna frá því sem ella hefði orðið. Tíminn einn mun hins vegar leiða í ljós nákvæmlega hver þróunin verður. Það er raunar einn megin tilgangur þessara laga að menn sjái betur hver sé hin raunverulega sóknargeta þessa flota, en upplýsingar um það hafa verið á reiki.

Háðir veðri og vindum

Öllum sem til þekkja, er þó auðvitað ljóst, að engir bátar eru háðari veðri og vindum, en einmitt litlir handfærabátar. Veðurlag, straumar, hitastig sjávar og fiskigöngur munu mestu ráða um afla þessara báta. Haldi fiskurinn sig á grunnslóðinni og veðurskilyrði eru góð, afla þessir bátar vel. Sé tíðarfar óhagstætt, eða sá guli fer utar, minnkar aflinn. Stærri bátar með fjölbreyttari sóknarmöguleika geta fremur aðlagað sig slíkum breytingum, en hinn hinir minni miklu síður.

Knýjandi nauðsyn

Það gerði þessa lagasetningu nú mjög knýjandi, að við lagabreytingarnar varðandi smábáta fyrir jólin var opnað á að floti 78 báta, svokallaðir þakbátar, fengu heimild til þess að velja á milli krókaflamarkskerfis og dagakerfis. Fyrir þá var þess vegna brýnt að forsendurnar og framtíðarskipulagið væri sem ljósast. Fyrir í dagabátaflotanum eru 218 bátar. Eigendur þeirra áttu sannarlega tilkall til löggjafans, um að það yrði gert skýrara hver staða þeirra yrði þegar inn í þeirra veiðikerfi kæmu nýjir bátar. Það hefur nú verið gert og útgerðarmönnum þessara báta gert auðveldara að móta sér stefnu til framtíðarinnar.
Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli