Frétt

Össur Skarphéðinsson | 27.09.2006 | 11:30Íhaldið tekið á ippon í matarverðsmálinu

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra kom skotfæralaus til fundar við formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í kvöld í umræðu um lækkun matarverðs. Meðan Samfylkingin hefur lagt fram tillögur sem þýða 200 þúsund króna lækkun á matarkostnaði venjulegs heimilis varð Árni að viðurkenna að ekkert samkomulag er í ríkisstjórninni um leiðir. Þar er allt upp í loft, og skipulagðir lekar á báða bóga. Árni neyddist til að bera til baka staðhæfingu formanns Framsóknarflokksins á fundi í Norðvesturkjördæminu þar sem Jón Sigurðsson gaf til kynn að Framsóknarflokkurinn hefði unnið sigur í viðureign við íhaldið. Ekki yrði hróflað við tollum á innfluttum landbúnaðarvörum - einungis farið í að lækka virðisaukaskattinn. Einungis viku áður hafði þó Geir H. Haarde lýst miklum efasemdum um lækkun virðisaukaskatts sem hann taldi kaupmenn stinga að mestu í eigin vasa.

Vandlega undirbúnir lekar beggja flokkanna í fjölmiðla sýna hversu veikt samstarf flokkanna er orðið, og hversu mikið vantraust ríkir milli þeirra. Heilindin eru engin lengur, stjórnaflokkarnir sitra á báða bóga trúnaðarmálum sem eru á vinnslustigi - til að þrengja hvor að öðrum. Ég tel engan vafa leika á því að lekarnir eru vandlega hannaðir til að draga úr því frumkvæði sem Samfylkingin hefur tekið varðandi lækkun matarverðs. Sjálfstæðisflokkurinn var einfaldlega tekinn á ippon í málinu. Það var augljóst á svörum Árna, sem viðurkenndi að í nýja fjárlagafrumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir neinum kostnaði vegna lækkunar tolla, virðisaukaskatts eða vörugjalda.

Það staðfestir, að ríkisstjórnin hleypur í málið korteri fyrir þing án þess að hafa nokkuð undirbúið sig. Þá undanskil ég að vísu Geir H. Haarde, sem sýndi þann dug að leyfa Hagstofustjóra að leggja fram merkilegar tillögur í sínu umboði. Dug Geirs þvarr þó skjótt. Í dag vill hvorki hann né Árni kannast við tillögurnar - þó drengjabandalagið í prófkjörinu í Reykjavík keppist við að lýsa því annan hvern dag í fjölmiðlum að nú verði Framsókn snúin niður og tollar og vörugjöld lækkaðir.

Muna menn yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í spjallþætti með Katrínu Júlíusdóttur fyrir nákvæmlega tveimur vikum? Þar lýsti Guðlaugur yfir að þessar leiðir yrðu farnar af ríkisstjórninni í upphafi þings? Muna menn yfirlýsingu hans í Blaðinu um að það væri Framsóknarflokkurinn sem stæði gegn matarverðslækkun? Ætlar Geir að láta uppalning sinn standa eftir sem ómerking þegar Framsókn hefur beygt íhaldið í málinu? Ætlar Geir H. Haarde að láta það verða sitt fyrsta verk eftir klúðrið í varnarmálunum að láta Framsókn beygja sig í prinsippmáli um lækkun matarverðs?

Sjálfstæðisflokkurinn er í vondum málum.

- Össur

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli