Frétt

Stakkur 39. tbl. 2006 | 28.09.2006 | 08:58Meira framboð en eftispurn?

Alþingiskosningar nálgast ört og nú eykst framboð þeirra sem vonast til að sitja í Alþingishúsinu við Austurvöll og taka ákvarðanir um lög og ráðstöfun skattpeninga sem hríslast í ríkiskassann. Landsbankinn spáir jafnvægi í efnahagslífinu árið 2010 en sams konar ástandi og ríkt hefur undanfarið ár á ný árið 2015. Við eigum eftir að heyra spár frá hinum stóru bönkunum. Einhvern veginn virðast bankarnir ráða meiru um efnahagslífið en stjórnmálamenn. Fasteignasalar kenna bönkum um verðbólguna vegna stóraukinna lána til íbúðakaupa fyrir nokkrum árum. Fyrir þau hefur verið tekið, en þeir sem ekki fá lán í bönkum til að kaupa sér íbúð eiga nú málsvara í félagi fasteignasala og talsmönnum Íbúðalánasjóðs fremur en á Alþingi.

Það er ánægjuefni fyrir neytendur á Íslandi að nú skuli bæði stjórnarandstaða og ríkisstjórn hafa áhuga á því að lækka matarverð. Langþreyttir vona að úthaldið verði nóg fram yfir næstu kosningar og matarverðið lækki í raun, hver svo sem situr í ríkisstjórn. Miklar breytingar munu verða. Sólveig Pétursdóttir ætlar að hætta. Sama er um Vestfirðinginn Rannveigu Guðmundsdóttur, einn fjölmargra forystumanna Samfylkingarinnar er hyggst hætta þingmennsku. Margir vilja í stað þeirra. Það er gott, ekki veitir af góðu fólki til löggjafarstarfa. Reyndar vilja flestir þeirra sem sitja á þingi koma sérstökum áhugamálum sínum í framkvæmd fremur en að vinna hrein og bein löggjafarstörf. Fjárlög eru líka lög eins og maðurinn sagði. Þau eru ramminn um verk sem verða að veruleika, að því gefnu að samstaða náist um að veita til þeirra fé.

Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að Alþingi er ætlað að setja lög sem í raun eru rammi um samskipti fólks og fyrirtækja hvers í annars garð og taka við þar sem lítt merkjanlegum mannasiðum Íslendinga sleppir. Á Vestfjörðum ætlar einn þingmanna að hætta. Jóhann Ársælsson hefur lýst því að hann muni ekki halda áfram. Anna Kristín Gunnarsdóttir vill fá fyrsta sætið. Sigurður Pétursson og séra Karl Valgarður Matthíasson vilja það líka. Spennandi verður að sjá hver niðurstaðan verður. Anna Kristín hefur talað fyrir óheftum innflutningi landbúnaðarafurða til að lækka matarverð. Kannski skiptir það ekki máli, því bændum hefur fækkað svo á Vestfjörðum að liggur við auðn. Kristinn H. Gunnarsson ætlar fram að nýju, en að honum verður sótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst vilja sínum til að halda áfram. Birna Lárusdóttir vill á þing. Hverjir möguleikar hennar verða skal ósagt látið. Einari Kristni og Sturlu verður tæpast rutt burt sem sitjandi ráðherrum. Einar Oddur hefur sérstöðu á Alþingi, eini þingmaðurinn sem hefur ótrauður reynt að gera félögum sínum úr öllum flokkum grein fyrir því að snúa þarf niður vaxandi sjálfvirka hækkun fjárlaga.

Framboðið verður nóg en eftispurnin er takmörkuð. Svo einfalt er það.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli