Frétt

Leiðari 39. tbl. 2006 | 28.09.2006 | 08:57Óróleiki og uppljóstranir

Veðurfarslega hefur haustið heilsað nokkuð vel. Haustlægðirnar hvimleiðu hafa lítið látið á sér kræla. Umræðan um veðráttuna hefur því verið heldur flöt; fátt til að býsnast yfir. Sama verður ekki sagt um pólitíkina. Auk hefðbundinna breytinga er fylgja komandi kosningum hafa gamlar væringar, allt frá tímum kalda stríðsins, komið upp á yfirborðið með óvæntum og áberandi hætti.

Þingkosningarnar að vori koma stöðugt meira og meira inn í stjórnmálaumræðuna. Breytingar á þingliðinu verða meiri en oftast áður. Sjö þingmenn hafa sagt sig frá þingmennsku á kjörtímabilinu. Einn féll frá. Að sjö þingmenn, þar af fjórir ráðherrar, skuli ganga úr vistinni áður en ráðningartíma lýkur, hlýtur að teljast nokkuð óvenjulegt. Eða, er þetta orðið í þinginu eins og í stórfyrirtækjunum þar sem menn eru verðlaunaðir fyrir að hætta í vinnunni? Til viðbótar er nú þegar vitað um sex þingmenn sem ekki sækjast eftir endurkjöri. Þeir gætu orðið fleiri. Því liggur fyrir að góður fimmtungur þeirra þingmanna sem taka sæti á Alþingi að loknum kosningum á næsta ári verða nýir af nálinni, þótt einhverjir þeirra kunni ef til vill að hafa skotist áður tímabundið inn í sali þinghússins, rétt til að máta stólinn.

Margir þungavigtarmenn hafa þegar horfið og fleiri munu hverfa úr þingmannahópnum við lok kjörtímabilsins. Vegna þess er nú þegar hafið mikið kapphlaup af meðreiðarsveinum (og nýliðum) til að hreppa fyrrum sæti þeirra á framboðslistum. Um strendur þeirra átaka á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en séð verður hverjir ganga heilir hildi frá. Næsta víst er að þetta mun þó stytta mörgum skammdegið.

Sjónvarpsþættir um öryggis- og leyniþjónustur stórveldanna hafa löngum verið vinsælir. Í þeim eru naglar á hverju strái; menn sem svarið hafa eilífan þagnareið, eru tilbúnir að fórna öllu fyrir málstaðinn (stóra sannleik stjórnvalda), sem í flestum tilfellum er hafinn yfir lög og rétt.

Trúlega hafa flestir Íslendingar litið á þessa þætti sem hvern annan spennuþátt, sem gleymdur var um leið og slökkt var á sjónvarpinu. Enda tilheyrði þetta allt útlandinu. Eða svo héldu menn. Á því herrans ári 2006 bregður hins vegar svo við að yfir Íslendinga hellast upplýsingar um að á tímum kalda stríðsins hafi hér verið stundaðar símahleranir hjá nokkrum mönnum með tilteknar stjórnmálaskoðanir og að um miðja síðustu öld hafi verið stofnuð hér, fyrir tilstilli stjórnvalda, ,,Strangleynileg öryggisþjónusta“, sem segja má að hafi endað í götóttri olíutunnu, þegar njósnaskjöl um íslenska ríkisborgara, sem talið var að ekki mættu koma fyrir augu almennings, voru brennd.

Hverju megum eigum við von á næst? Sjónvarpsþáttum um íslensku leyniþjónustuna!
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli