Frétt

Stakkur 6. tbl. 2002 | 06.02.2002 | 13:38Ekkert næturflug til Ísafjarðar

Samgöngur eru snar þáttur í nútímalífi. Kröfur samfélagsins eru þær að auðvelt sé að komast á milli staða innanlands og til útlanda. Nýkynnt samgönguáætlun sýnir glöggt að ætlunin er að landsmenn komist á skömmum tíma til höfuðborgarinnar og heim aftur og auðvitað skiptir það alla íbúa miklu að ferðalög séu greið, taki ekki of langan tíma og kosti ekki of mikið.

Vestfirðingar eiga mikið undir samgöngum. Vegir hafa batnað og nú er kleift að aka til annarra landshluta allt árið um kring, ef veður og færð hamlar ekki. Flugið er hraðasti samgöngumátinn og skiptir þá íbúa Íslands er lengstan veg eiga að sækja til Reykjavíkur enn meira máli en þá sem nær búa. Í höfuðborginni er miðstöð stjórnsýslu og verslunar og þar situr Alþingi. En þar eru líka hátæknisjúkrahúsin og þangað þarf margt að sækja. Vestfirðingar þekkja mikilvægi flugsins og nægir að nefna hve efitt veðurfar undanfarnar vikur og mánuði hefur haft á tíðni þess. Flug hefur fallið oft niður og komið sér illa. En enginn ræður við veður. Bættar samgöngur á landi hafa reynst vel. Fólk hefur komist til að sinna erindum sínum þótt flug hafi fallið niður. En stundum er ófært bæði landveg og lofts.

Það þarf því engan að undra að margur hafi horft til þess möguleika að fljúga til og frá Ísafirði að næturlagi. Oft gerist það að veður gengur niður eftir myrkur og stundum líður birtutíminn án þess að nauðsynlegum mokstri sé lokið bæði á flugvelli og vegum sem fólk þarf að komast um svo að því sé kleift að nota flugið. Niðurstaða sérfræðinga þess efnis að næturflug sé ekki kostur í stöðunni vegna áhættuþátta er ákveðin vonbrigði fyrir þau okkar sem gert höfðu sér vonir um að til þess kæmi að flogið yrði að næturlagi til Ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Áhættan er of mikil. Bæjarstjórn ætlar að óska eftir því að skoða verði hvað hægt sé að gera til þess að eyða áhættuþáttum og auka líkur á næturflugi.

Sennilega dugar það ekki. Flugfélag Íslands hefur lýst því yfir að það hafi ekki áhuga á næturflugi. Þótt ekki kæmi annað til þá sé það einfaldlega of dýrt að halda úti flugi að nóttinni. Það þýðir að sjálfsögðu að hafa þarf fólk í vinnu og borga því meira kaup eðli málsins samkvæmt að nóttunni. Þegar þessi staðreynd bætist við niðurstöðu dönsku sérfræðinganna má öllum ljóst vera að næturflug um Ísafjarðarflugvöll verður ekki tekið upp í bráð og sennilega aldrei nema íbúum hér um slóðir taki að fjölga verulega. Hvað er þá til ráða? Samgöngur á landi taka mikinn tíma, of mikinn til þess að koma að öllu leyti stað flugs. Auka þarf möguleika til flugs og skoða þar af leiðandi möguleika á því að bæta skilyrði á Þingeyrarflugvelli. Hann þarf væntanlega að lengja og malbika og tryggja að hann verði raunverulegur varaflugvöllur þegar flug til Ísafjarðar er ómögulegt vegna veðurs. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þarf að taka þetta mál upp við alþingismenn Vestfirðinga hið fyrsta. Kanna þarf alla kosti í stöðunni, sem geta bætt flugsamgöngur. Það eru ótvíræðir hagsmunir íbúa Ísafjarðarsýslna.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli