Frétt

bb.is | 06.02.2002 | 10:06Samkeppni um heildarlausn á framtíðarhúsnæði grunnskólans

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Dómnefnd sem skipuð var á síðasta ári vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði hefur skilað af sér keppnislýsingu og hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar lagt til að hún verði samþykkt. Fram kemur í gögnunum að frestur til að skila inn tillögum er til 2. maí nk. og að dómnefnd muni ljúka störfum fyrir mánudaginn 3. júní 2002. Í samkeppnislýsingunni kemur fram að markmiðið með keppninni sé að finna heildarlausn á húsnæðis- og skipulagsmálum Grunnskólans á Ísafirði. Leitað sé eftir metnaðarfullri lausn hvað varðar skipulag skólasvæðisins, nýtingu núverandi bygginga og aðlögun að þeim hvað varðar byggingarlist.
Dómnefnd leggur áherslu á hagkvæmni lausna með tilliti til breytinga á núverandi húsnæði og nýbygginga. Þannig skal heildarlausn í húsnæðis- og lóðamálum Grunnskólans á Ísafirði byggð á stefnu og framtíðarsýn bæjaryfirvalda í skólamálum. Húsnæði, lóð og aðbúnaður skal fullnægja lögum og reglugerðum um skólamannvirki enda er gert ráð fyrir aðlögun eldri mannvirkja að skólastarfi í þeim lögum og reglugerðum. Þá skal húsnæði, lóð og annar aðbúnaður henta og stuðla að metnaðarfullu skólastarfi á 21. öld. Áhersla skal lögð á að allur búnaður, rými og aðkoma að skólanum fullnægi kröfum um öryggi og hollt og gott vinnuumhverfi.

Er keppendum gert að leita lausna er rúmast innan skilgreindra svæða og getur lausnin falist í breyttri notkun núverandi húsa, viðbyggingum eða nýbyggingum.

Húsrými skólans þarf að miðast við 540-560 nemendur, þ.e. 17 bekkjardeildum í 1.-7. bekk og 9 bekkjardeildum í 8.-10. bekk. Húsrýmisáætlun gerir ráð fyrir að þörfin sé 6.212 fm í heild ef um nýbyggingu er að ræða. Við mat á lausnum mun dómnefnd leggja áherslur á heildarskipulag á skólasvæði, nýtingu og aðlögun að núverandi byggingum og byggðamynstri. Einnig innra skipulag með tilliti til samspils rýma og skólastarfs. Þá er lögð áhersla á að tillögur séu innan ramma húsrýmisáætlunarinnar og hóflegar í kostnaðarlegu tilliti.

Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og er framkvæmd skv. samkeppnisreglum félagsins. Þátttökurétt hafa félagar í Arkitektafélagi Íslands, nemendur í arkitektúr og aðrir þeir sem hafa rétt til að leggja fram aðaluppdrætti fyrir umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær stefnir að því að fela höfundum 1. verðlaunatillögu frekari útfærslu tillögunnar. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt að kr. 5.000.000.

Í dómnefndinni eiga sæti fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þeir Kristján Kristjánsson, verkfræðingur, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri, og Árni Traustason, tæknifræðingur. Fyrir hönd Arkitektafélags Íslands eru í nefndinni þær Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt, og Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt. Ritari dómnefndar er Sigurður Mar Óskarsson, tæknifræðingur.

Keppnislýsingin verður látin í té endurgjaldslaust frá og með mánudeginum 4. febrúar 2002 á tæknideild Ísafjarðarbæjar og á skrifstofu Arkitektafélags Íslands.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli