Frétt

bb.is | 26.09.2006 | 08:28Íslendingur í sigurliðinu í alþjóðlegri verkfræðikeppni

Andri Heiðar Kristinsson, nemandi við Háskóla Íslands, sigraði ásamt alþjóðlegum hópi verkfræðinema í hönnunarkeppni sem fram fór í Barcelona í síðustu viku. Keppnin var haldin af evrópsku stúdentasamtökunum BEST (Board of European Students of Technology) sem stendur fyrir nokkrum slíkum alþjóðlegum keppnum árlega.Alls sóttu 174 nemendur frá tæplega 30 Evrópulöndum um að að taka þátt í verkfræðikeppninni í Barcelona. Úr þessum umsóknum voru að lokum 20 nemendur valdir úr og boðið að taka þátt í keppninni. Andri Heiðar Kristinsson sem nýútskrifaður er með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám í fjármálahagfræði var einn þeirra fárra sem valdir voru til þátttöku og auk þess fyrsti íslenski verkfræðineminn sem tekur þátt í slíkri alþjóðlegri keppni, að því er segir í tilkynningu.

Keppninni var skipt upp í tvo hluta þar sem í fyrri hlutanum var keppst um að leysa raunverulegt vandamál fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki. Seinni hluti keppninnar fólst í því að leysa tæknilega þraut með með þröngum skorðum á efnivið og tíma. Í tæknilega hluta hönnunarkeppninnar þurftu verkfræðinemarnir að smíða vélmenni sem gat án hjálpar ratað út úr völundarhúsi sem myndað var með svörtum línustrikum á um sex fermetra hvítt spjald.

Vélmennið var sett af stað á upphafspunkti brautarinnar og þurfti að nema svörtu línustrikin og fylgja þeim rétta leið út úr völundarhúsinu án þess að villast eða keyra út úr brautinni.

Eftir harða keppni stóð alþjóðlegt lið Andra Heiðars uppi sem sigurvegari í lokaþrautinni ásamt því að sigra einnig í öðru af tveimur raunhæfum verkefnunum. Sigurliðið var, ásamt Andra Heiðari, skipað verkfræðinemendum frá Ungverjalandi, Makedóníu og Tékklandi.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli