Frétt

bb.is | 22.09.2006 | 17:00Engin gliðnun í Óshlíðarsprungu frá því í júlí

Óshlíð.
Óshlíð.

Sprungan efst í Óshyrnu, sem nokkuð var til umræðu í sumar vegna aukinnar gliðnunar síðustu misseri, hefur ekki gliðnað í sumar, en sprungan hefur verið undir eftirliti Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar frá því í júlí í sumar, að því er fram kemur á fréttavef RÚV. Sprungan var mæld í dag, gliðnunarhraði hennar hefur stóraukist á milli ára. Á síðastliðnu ári ku sprungan hafa gliðnað um eina fimm millimetra, en á 21 ári frá 1982 til 2003 gliðnaði hún alls um einn sentimetra. Á síðastliðnum þremur árum hefur sprungan því gliðnað jafn mikið og 23 ár þar á undan. Nokkuð hefur rætt um þann möguleika að ef gliðnunin haldi áfram með þessum hætti megi búast við miklu framhlaupi og þá flóðbylgju í kjölfarið, en ekki eru allir jafn sáttir við þá kenningu.

Síðastliðið sumar mældu starfsmenn Vegagerðarinnar sprunguna með GPS-tækni, en yfirleitt hefur hún einfaldlega verið mæld með málbandi. Síðastliðin ár hefur gliðnunin mælst um tveir millimetrar á ári, og hefur gliðnunarhraði því ríflega tvöfaldast á milli ára. Sprungan er talin vera 34 metra löng og hafa menn vitað af henni lengi. Fram hefur komið að menn óttist að allstórt stykki geti hrunið úr fjallinu og þó ekki sé talið um bráða hættu að ræða, þykir ástæða til að fylgjast vel með. Ekki er vitað hversu djúp sprungan er eða hvert hún liggur.

Fyrir tveimur árum bókfærðu tveir starfsmenn Veðurstofu Íslands, Esther Hlíðar Jensen og áðurnefndur Jóhann Hannibalsson, í minnisblaði að mögulega væri ástæða til að óttast að allstórt stykki, allt að 50-100 þúsund rúmmetrar, gæti hrunið úr brúninni yfir veginn og í sjó fram. Hættan væri hins vegar ekki yfirvofandi. Í skýrslu sem Ágúst Guðmundsson og Gísli Eiríksson gerðu fyrir Vegagerðina segir að þeirra mat sé að ekki sé líklegt að hrunið úr fjallinu á þessum stað breytist umtalsvert til verri vegar næsta áratuginn.

Vitneskja um þessa sprungu er ekki nýlega til komin. Hún er nefnd í bók Ólafs Jónssonar, Skriðuföll og snjóflóð, sem kom út 1957. Þar er talað um sprungu sem er uppi á fjallinu sem fari víkkandi og ef það haldi áfram gæti svo farið að spilda félli úr fjallinu. Fyrstu mælingar sem vitað er um voru gerðar árið 1923 og var hún þá rúmir 30 metrar að lengd. Í ár var hún hinsvegar mæld rúmir 34 metrar að lengd. Í minnisblaði Estherar og Jóhanns kemur fram að samtals hafi mælst um 1,2 cm gliðnun á sprungunni síðan 1982 og að síðustu árin hafi gliðnunarhraðinn farið vaxandi því síðustu tvö ár hafi gliðnun mælst um 2mm hvort ár.

eirikur@bb.isbb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli