Frétt

bb.is | 22.09.2006 | 14:32Telja sér ekki heimilt að greiða bæjarstjóranum „ofurlaun“

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Minnihluti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ hefur gert athugasemdir við ráðningarsamning Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, og segir í bókun að samningurinn hljóti að vekja margar spurningar hjá bæjarbúum. „Með samanburði við eldri samning, frá 22. júní 2002, og áætlun um fjölda funda í bæjarráði, bæjarstjórn og fræðslunefnd virðist ljóst, að laun bæjarstjóra hækka úr 885.267 kr. í 1.078.551 kr. á mánuði.“, segir meðal annars í bókuninni. Þetta er launahækkun upp á 22%. Föst laun Halldórs hækka úr 420.000 kr. í 500.000 kr. á mánuði, yfirvinnulaun hans hækka úr 261.702 kr. í 311.550 kr. Nýjar greiðslur fyrir formennsku í fræðslunefnd eru 29.815 kr. á mánuði og bílastyrkur hækkar úr 68.500 kr. í 102.750 kr. á mánuði, og þar er gert ráð fyrir að bæjarstjóri aki 1.500 km á mánuði eða 18.000 km á ári.

Ef þetta er borið saman við laun Gríms Atlasonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur, en þess ber að geta að Bolungarvík er nokkuð minna sveitarfélag, þá fær Grímur 600.000 krónur í föst laun. Ofan á föstu launin fær hann bílastyrk sem er miðaður við 300 kílómetra akstur á mánuði, og ku styrkurinn því nema 22.500 krónum. Bæjarstjórinn fær ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Þá fær hann tölvu til afnota, auk farsíma og internet-tengingar. Heimasíma greiðir bæjarstjórinn sjálfur, sem og húsnæðið sjálft.

Við samanburðinn er hins vegar gott að hafa í huga að á meðan Grímur fær 3,6% af sínum launum í aukagreiðslum, fær Halldór 54% af sínum launum í aukagreiðslum.

Grunnlaun Halldórs eru rétt ríflega 800 hundruð þúsund á mánuði með yfirvinnu. Í samanburðakönnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera s.l. vor, kemur fram að sveitarfélög með íbúatölu milli 2000-4999 eru alls tólf talsins á landinu og tóku ellefu þeirra þátt í könnuninni. Í öllum tilvikum er ráðinn bæjarstjóri í þessum stærðarflokki sveitarfélaga. Launagreiðslur til bæjarstjóra eru í einu tilviki á bilinu 500–599 þúsund kr., í fjórum tilvikum á bilinu 600–699 þúsund kr., í þremur tilvikum á bilinu 700–799 þúsund krónur og í fjórum tilviki yfir 800 þúsund krónur. Mismunandi ákvæði eru um biðlaunarétt en hjá flestum sveitarfélögum af þessari stærðargráðu er biðlaunaréttur bæjarstjóra sex mánuðir rétt eins og í samningi Halldórs við bæinn.

„Vitað er að Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur þegið og þiggur laun fyrir störf í ýmsum nefndum á vegum ríkisins, svo sem í stjórn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og víðar og bætast þessi laun við þau laun, sem hann þiggur frá Ísafjarðarbæ. Þá er mótframlag bæjarsjóðs í lífeyrissjóð vegna Halldórs reiknað af öllum launum og er 8% þegar aukaframlag hefur verið meðtalið. Það má því gera ráð fyrir að heildarútgjöld Ísafjarðarbæjar, ásamt því sem talið hefur verið hér að framan, geti numið á ársgrundvelli um 15 milljónum króna. Bæjarfulltrúar Í-ilsta greiða atkvæði gegn ráðningarsamningi við Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, og telja sér ekki heimilt, fyrir hönd íbúa Ísafjarðarbæjar, að greiða honum slík ofurlaun sem samningurinn gerir ráð fyrir“, segir svo í bókuninni, sem undirrituð er af þeim Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

eirikur@bb.isbb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli