Frétt

Leiðari 38. tbl. 2006 | 21.09.2006 | 09:43Þeir einir þekkja

Samverustundunum sem fram fóru víða um land síðastliðinn fimmtudag til að minnast þeirra nítján einstaklinga sem þá höfðu látið lífið í umferðarslysum á árinu verður ekki með orðum lýst; því síður lífsreynslunni sem bíður fólks sem lendir í atburðum er voru tilefni samfundanna. Þar á við að þeir einir þekkja, sem á hefur brunnið. Þrettán manns létu lífið í umferðarslysum á þeim þremur mánuðum ársins þegar sól er hæst á lofti. Er nema von að menn hrökkvi við í fámenni þar sem nánast allir þekkja alla.

Í bílabæninni segir ... ,,og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið.“ Betur færi að þetta ákall til almættisins ríkti í huga okkar í hvert skipti sem ekið er úr hlaði. Vissulega mættu vegirnir vera breiðari og beinni með tvöföldum akreinum og vegriðum. Úrbætur í þá veru leysa okkur þó aldrei undan þeirri ábyrgð sem felst í því að setjast undir stýri. Við sem álengdar stöndum eigum erfitt með að setja okkur í spor þeirra sem verða að lifa við afleiðingar umferðarslysa, stundum ævilangt. En, við getum lagt okkar af mörkum til að þeim fækki sem þann veg verða að feta. Til þess er ein leið öðrum betri. Ábyrgð ökumannsins.

Sigur öðru sinni

Tvö ár í röð hafa Vestfirðingar staðið í ströngu við heilbrigðisyfirvöld um staðsetningu sjúkraflugvélar á Ísafirði yfir vetrarmánuðina. Eftir mikið japl og jaml og fuður vannst sigur í bæði skiptin.

Annað árið í röð var Þingeyrarflugvöllur skálkaskjól ráðuneytisins. Ekki lagt eyra við ábendingum þrautreyndra flugmanna. Þá fyrst gaf ráðherra sig þegar framkvæmdastjóri Mýflugs, sem ætlað er að sjá um sjúkraflug til Vestfjarða, lét til sín heyra: ,,Menn eru að tala um Þingeyrarflugvöll, en ég sé ekki að nokkuð hafi breyst þar. Það er búið að lengja hann og setja upp ljós en rétt eins og áður er ekkert aðflug að vellinum. Og maður spyr sjálfan sig hvernig á að komast inn á Þingeyrarflugvöll þegar ekkert er aðflugið? Flugvöllur án aðflugs er lítils virði.“

Að því best er vitað gerir sá búnaður sem til stendur að setja upp á Þingeyrarflugvelli næturblindflug ekki kleift. Óskandi er að heilbrigðisráðherra hengi ekki hatt sinn á Þingeyrarflugvöll eina ferðina enn þegar kemur að öryggismálum Vestfirðinga.

Forsendur fyrir því að sjúkraflugvél sé staðsett á Ísafirði yfir vetrarmánuðina eru þær sömu og fyrir ári síðan eins og margsinnis hefur verið bent á. Hreinskilni framkvæmdastjóra Mýflugs þurfti til þess að ráðherra sæi að sér. Hvað ef hann hefði ekki látið á sér kræla?
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli