Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 20.09.2006 | 15:09Leyndarskjalasafnið og leyniþjónustan

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Dómsmálaráðherra hefur tekist að breyta Þjóðskjalasafninu í sérstakt leyndaskjalasafn með því að senda þangað gömul gögn um hlerun á símum nokkurra Íslendinga. Greinilegt er að ráðherrann er að koma í veg fyrir að upplýst verði hvað er að finna í þessum gögnum og þjóðskjalavörður spilar með ráðherranum. Ég tek undir þau sjónarmið að svo virðist að ráðamenn séu að þæfa málið og að hindra eðlilega umfjöllum um símahleranirnar.

Framkvæmdavaldið með ráðherrann í broddi fylkingar hefur gögnin undir höndum og býr yfir vitneskjunni en takmarkar og skammtar aðgang að upplýsingunum, sem nota bene fjalla um athafnir framkvæmdavaldsins gegn einstaklingum. Meðal þeirra sem hlerað var hjá, skv. fréttum, voru menn sem voru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi. Einnig var hlerað hjá mönnum sem beittu sér fyrir öðrum skoðunum í ákveðnum málum en þáverandi stjórnvöldum var þóknanlegt.

Fyrsta spurningin, sem vaknar, er hvers vegna kappkostar dómamálaráðherrann að sveipa leyndarhjúpi yfir gögnin? Og næsta spurning er hvað er verið að fela fyrir okkur hinum? Ráðherrann verður að leggja öll spil á borðin og gera grein fyrir helstu gögnum málsins á opinberum vettvangi þar á meðal rökstuðningi þáverandi stjórnvalda fyrir hlerunum, hvaða vitneskju var aflað með þeim og hver varð niðurstaðan gagnvart þeim einstaklingum sem í hlut áttu.

Ef stjórnvöld höfðu ástæðu til þess að ætla að þeir einstaklingar, sem hlerað var hjá, ógnuðu öryggi ríkisins eða borgaranna verður að skýra það og rökstyðja, svo ekki sé talað um ef hlerun símanna réttlættu gruninn og þá þarf að upplýsa hvernig við var brugðist. Í framhaldi af því verða núverandi stjórnvöld, með dómsmálaráðherrann í broddi fylkingar að upplýsa hvort þessar starfsaðferðir eru enn viðhafðar og á hvaða forsendum.

Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að mikilvægast er að traust ríki milli stjórnvalda og almennings. Þetta mál grefur undan traustinu, leyndin og vífillengjurnar vekja grunsemdir sem ekki verða kveðnar niður nema með því að upplýsa alla þætti málsins, a.m.k. gagnvart þeim sem í hlut áttu. Sérstaklega þarf framkvæmdavaldið að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart Alþingi. Það er sérstaklega alvarlegt að njósnað hafi verið um alþingismenn, eftir því sem best verður séð eingöngu vegna pólitískra skoðana þeirra.

Það er full ástæða til þess að taka þetta mál alvarlega. Þau viðhorf, sem talin voru réttlæta hleranir á síðustu öld geta enn verið uppi eða geta orðið það síðar. Til dæmis má nefna að dómsmálaráðherra er farinn að tala fyrir sérstakri leyniþjónustu. Sú tillaga verður sérstaklega fráhrindandi þegar frammistaða ráðherrans í hlerunarmálinu er höfð í huga.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli