Frétt

mbl.is | 20.09.2006 | 14:55411% munur á hæstu og lægstu launum samkvæmt könnun VR

Launamunur á jafnstórum hópi launalægstu félagsmanna og þeirra launahæstu í VR miðað við árið í fyrra og nú er 411% samkvæmt nýrri launakönnun en var árið á undan 398%. Munurinn hefur því aukist um 3,3%. Könnun var gerð nú síðast meðal 9000 félagsmanna og heildarlaunum þeirra raðað, frá þeim launalægst upp í þá launahæstu og voru tekin 5% þeirra hæstu og lægstu og borin saman meðaltöl launa þar. Þeir best launuðu eru því að meðaltali með fjórföld laun og rúmlega það miðað við þá sem verst hafa launin.

Um þetta er fjallað á vefsíðu VR. Formaður VR, Gunnar Páll Pálsson, fjallar í nýjasta blaði félagsins um þennan launamun og ofurlaun svokölluð sem mikið hefur verið rætt um í íslensku samfélagi undanfarna mánuði. Gunnar segir vaxandi tekjumun „áhyggjuefni í hinu stéttlausa íslenska samfélagi“ og að alþjóðavæðingin og vöxtur efnahagslífsins hafa fært okkur almennt betri lífskjör. Margir fræðimenn telji að margvísleg starfsemi og fjármagn muni flytjast úr landi með tilheyrandi skerðingu á afkomu almennings ef settar verði of strangar eða flóknar reglur eða skattar á hærri tekjur.

Gunnar segir miður að í fyrrnefndri umræðu um ofurlaun hafi þau ekki verið skilgreind. „Hugmyndir um að lífeyrissjóðir sýni fyrirtækjum aðhald komu fram og er ég sammála því að við sem sitjum sem fulltrúar launamanna í stjórnum lífeyrissjóða eigum að hafa skoðun á því," segir Gunnar og að mikilvægt sé að koma í veg fyrir frekari tekjumun.

Sjálfur skilgreindi hann ofurlaun með eftirfarandi hætti í fyrri leiðara VR-blaðsins:

„Menn hafa lengi velt fyrir sér hvað séu eðlileg laun æðstu stjórnenda, Plató sagði til dæmis að það væri ósiðlegt að hæst launaði starfsmaður stofnunar fengi meira en fimmföld laun þess sem lægst væri launaður. … Við erum á hraðri leið inn í alþjóðavæðingu atvinnulífsins þar sem laun eru mun hærri en við eigum að venjast. Það er ljóst að við erum nú þegar komin fram úr viðmiðun Platós um siðlegan launamun.

Ég vil hér og nú setja fram hugmyndir um hvað VR telji viðunandi hámörk þess sem kaup og kjör stjórnenda geta orðið: Að laun forstjóra verði ekki meiri en tíföld meðallaun í viðkomandi fyrirtæki og að bónusar geti að hámarki orðið annað eins ef arðsemi fyrirtækis er veruleg, þ.e. samtals 20 föld meðallaun.

Við sjáum, samkvæmt Frjálsri verslun, að samsvarandi tölur í Bandaríkunum eru 120 föld meðallaun. Ef boðið er upp á kauprétti skulu sett upp kerfi sem borin eru undir hluthafafund og ná til allra fastráðinna starfsmanna," segir Gunnar. Mestu skipti að spyrna við fótum nú og koma í veg fyrir að það sama gerist á Íslandi og í Bandaríkjunum.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli