Frétt

bb.is | 20.09.2006 | 09:59Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík varar við svikahröppum

Hólmavík.
Hólmavík.
Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur sent frá sér tilkynningu þar sem rekstraraðilar gististaða eru varaðir við víðsjárverðum svikahröppum sem reyna að hafa út fé úr gististöðunum með fölskum bókunum á gistingum. Frá þessu segir á Strandavefnum. Bréfin ku vera á margan veg en í einu þeirra kynnir svikahrappurinn sig sem blaðamann að nafni Anthony Grant, sem mun ætla að halda upp á 5 ára giftingarafmæli sitt á staðnum og pantar tveggja manna herbergi í tvær vikur. Þegar upplýsingar berast um kostnað við gistingu, upplýsir Anthony um að ferðaþjónustufyrirtækið sem hann skipti við geti ekki, sökum tæknilegra erfiðleika með posann, leyft honum að greiða með kreditkorti sínu. Þetta þykir Anthony fjarska miður og spyr hvort nokkur leið sé til þess að gististaðurinn geti rukkað kreditkortið hans um ferðakostnaðinn, auk herbergisins, alls 2.520 pund, auk 250 punda fyrir gististaðaeigandann „fyrir viðvikið“, og lagt svo peningana inn á ferðaþjónustufyrirtækið í Bretlandi. Ekki er vitað nákvæmlega hvert svindlið fer þaðan, en líklegt má telja að Anthony sendi kreditkortanúmer einhvers annars aðila, og að bankareikningur „ferðaþjónustufyrirtækisins“ sé í raun hans eigin.

Hér að neðan má sjá tvö bréf frá Anthony Grant:

Bréf 1:

Hello,

My name is Anthony Grant and am a Journalist, am interested in making a reservation for me and my wife to celebrate our 5th wedding anniversary. I would like a double room for the 30th of Sept. to the 12th of Oct.2006.

Kindly reply with information stating the total cost of our intended stay.I intend to make payment ASAP so as to secure accommodation for our special occasion.

Hope to hear from you soon

Regards,
Anthony Grant

Bréf 2:

Hello,

I have reviewed the total costs of your lodgings and am more than delighted to pay.Unfortunately my local travel agent has just informed me that due to technical difficulties with their merchant machine, it has become impossible for them to charge my credit card for our tickets! This tends to pose a serious threat to our travel plans as funds intended for my travels are lodged in my credit card.

However my travel agent did advise me to ask if you could charge both accommodation and ticketing cost with your merchant machine,and then remit the cost of ticketing to their office in the UK.The cost of both mine and my wife's ticket is 2,520 POUNDS.

So,I would appreciate if you make the following charges on my credit card: Accomodation fee , mine and my wife's ticket fares plus an additional 250 POUNDS for your inconveniencies and willingness to accept our payment plan.

Please do get back to me if you are in the office right now so that I can forward my credit card details to you , then you can charge the full amount and transfer the agent funds to my local travel agency .

Regards,
Anthony Grant

eirikur@bb.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli