Frétt

| 16.06.2000 | 11:38Niðurskurður kvóta og nýjar leiðir?

Svo kann að fara að nú sé lokið veislunni miklu sem staðið hefur látlaust nærri áratug. Það skyggir mikið á þá miklu velmegun, sem ríkt hefur nánast óslitið í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, að hún hefur nokkuð farið hjá garði á landsbyggðinni. Kannski er of djúpt í árinni tekið að boða lok stöðugs hagvaxtar, en mörg teikn eru á lofti um ýmsar þrengingar á næstunni. Þar ber hæst niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar um stærð þorskstofnsins, en nú hefur komið í ljós, að rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt til ákvarðana um meiri afla, en síðustu rannsóknir gefa tilefni til. Niðurkurður kvóta um allt að fimmtung mun hafa umtalsverð áhrif á þjóðarbúið, ekki síst á landsbyggðinni.

Þegar þetta er ritað hefur hámarksafli enn ekki verið ákveðinn. Allar líkur benda til þess að kvóti næsta fiskveiðiárs verði mun minni en þess sem nú er brátt liðið. Ef marka má viðbrögð verðbréfamarkaðar og lækkun íslensku krónunnar um eitt prósent, daginn eftir að Hafrannsóknarstofnun birti niðurstöður sínar um stærð fiskistofna, má fastlega reikna með samdrætti í efnahagslífinu verði hámarksafli ákveðinn í samræmi við niðurstöðurnar.

Samdráttur í rekstri þjóðarbúsins mun koma harðar niður á landsbyggðinni en borgríkinu á suðvesturhorninu. Undanfarinn áratug hefur hallað undan fæti á landsbyggðinni. Vestfirðir hafa engan veginn haldið fyrri stöðu sinni. Því miður er við því að búast, að ekki sé sérstaklega bjart framundan haldi stjórnmálamenn áfram á þeirri braut sem landsbyggðinni hefur verið mörkuð. Ef til vill má halda því fram, að Vestfirðir séu sá landshluti, sem erfiðast mun eiga uppdráttar, óháð gangi efnahagslífsins að örðu leyti, nema til komi nýjar leiðir.

Stjórnmálamenn, hvort heldur á Alþingi eða í sveitarstjórnum, virðast hafa látið undir höfuð leggjast að taka málefni Vestfjarða föstum tökum. Ýmislegt gott hefur þó verið gert, en miklu meira þarf til. Fremur er eins og smáskammtalækningum hafi verið beitt, en að reyna að lækna sjúklinginn til frambúðar. Það má minna á þá djörfu ákvörðun fosrætisráðherra og ríkisstjórnar að endurreisa byggð í Súðavík eftir snjóflóðið 16. janúar 1995. Þá var gefið á nýjan leik. Spilin voru stokkuð fyrir nýja gjöf. ,,New Deal? er ekki bundið við Súðavík. Roosevelt forseti Bandaríkjanna stokkaði upp til þess að ná ríki sínu og þjóð út úr kreppunni miklu á mótum þriðja og fjórða áratugar þessarar aldar, sem senn kveður.

Nú er komið að nýrri hugsun og nýrri aðferðafræði. Hvergi er betra að byrja en á Vestfjörðum. Mikill auður er fólginn í fasteignum, atvinnutækjum og fólki á Vestfjörðum. Tækifærin liggja í menntun og tækni. Fiskurinn er undirstaðan, en fáir koma þar að verki. Íbúarnir eru um átta þúsund og aðstæður góðar til þess að hleypa af stokkunum tilraun til þess að gera búsetu á landsbyggðinni eftirsóknarverða.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli