Frétt

bb.is | 01.02.2002 | 10:33Vilja aðgerðir til verndunar búsetu í Árneshreppi

Frá Árneshreppi á Ströndum.
Frá Árneshreppi á Ströndum.
Þingmenn Vestfjarða, þeir Einar K. Guðfinnsson, Karl V. Matthíasson, Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón A. Kristjánsson og Einar Oddur Kristjánsson lögðu fram á Alþingi í gær tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi á Ströndum. Í tillögunni segir: ,, Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að setja á stofn nefnd er vinni að gerð tillagna um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi í Strandasýslu á grund velli samþykktar norrænu ráðherranefndarinnar frá 12. nóvember 1996 og leita eftir víðtæku samstarfi heimamanna og félagasamtaka í þeim tilgangi.“
Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir m.a.: „ Þjóðfélag sem á samfélag á borð við Árneshrepp í Strandasýslu er auðugt. Sveitarfélagið hefur algjöra sérstöðu hér á landi, meðal annars vegna landfræðilegrar legu. Sauðfjárrækt er ráðandi atvinnugrein, en síðustu ár hefur þess verið freistað að skjóta öðrum stoðum undir atvinnulífið. Allnokkur útgerð á smábátum er stunduð frá Norðurfirði og ferðamannastraum ur um Árneshrepp hefur vaxið að undanförnu.

Eigi að síður hefur byggðin átt undir högg að sækja. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýnt að þeirri þróun sé snúið við og að búseta í Árneshreppi verði treyst. Í því skyni þarf að efla forsendur byggðarinnar. Mestu skiptir að íbúarnir fái notið staðarkostanna, sem augljós lega snúa að sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu, en einnig að efnahagslegri, félags legri og menningarlegri sérstöðu sem óumdeilanlega er fyrir hendi í Árneshreppi.

Stjórn Landverndar samþykkti árið 1998 ályktun um að hrinda af stað tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags hér á landi (sjá fylgiskjal I). Undir þetta var tekið á aðalfundi Landverndar árið 1999 og hvatt til þess að leitað yrði til íbúa Árneshrepps í Strandasýslu í þessu skyni. Hefur síðan verið unnið að þessu máli með margvíslegu móti. Fram hefur komið jákvæð afstaða Árneshrepps gagnvart þessari hugmynd, sbr. bréf oddvita Árneshrepps frá 21. desember 1998 (sjá fylgiskjal II). Dagana 17.-18. mars 2001 var efnt til ráðstefnu í Árneshreppi þar sem þessi mál voru meðal annars á dagskrá og hlaut hugmyndin góðar viðtökur.

Hugmyndin um verndun menningarminja og menningararfs á rætur sínar að rekja til samþykktar ráðherranefndar Norðurlanda frá 12. september 1996 um framkvæmdaáætlun um verndun menningarumhverfis. Á fyrrnefndri ráðstefnu í Árneshreppi flutti Jón Helgason, fyrrverandi alþingismaður og þáverandi formaður Landsverndar, ávarp þar sem hann færði fram rök fyrir því að unnið skyldi „að því að samþykkt norrænu ráðherranefndarinnar yrði ekki dauður bókstafur, heldur skyldi þegar í stað hafist handa við að sýna viljann í verki,“ eins og hann komst að orði. Vék hann síðan sérstaklega að aðstæðum í Árneshreppi og sagði þá meðal annars:

„Fólki hefur fækkað ört í byggðarlaginu síðustu áratugi eftir uppgang á fyrri hluta aldar innar. Vegna þess fámennis ætti tiltölulega lítið fjármagn að nægja til að leiða í ljós, hvort að gagni geti komið einhver þau úrræði, sem eru föl fyrir krónur og aura. Byggðin er skýrt afmörkuð, svo auðvelt verður að meta áhrif aðgerða, og aðstæður svo sérstakar, að teljast verður illkvittni að fyllast öfund vegna einhvers stuðnings í þessu skyni við hana.

Með þessum rökum lagði Landvernd fram tillögu um, að ríkisvaldið ákvæði að gera 5-10 ára tilraun hér í Árneshreppi til að styrkja búsetu á jaðarsvæði með raunhæfum aðgerðum í samræmi við samþykkt norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Það yrði gert með þeim hætti að íbúar Árneshrepps skyldu spurðir, hvað ríkisvaldið gæti gert til að fá þá fram til samstarfs við að varðveita þennan menningararf með gróandi mannlíf í byggðarlaginu.

Það eru að sjálfsögðu fyrst og fremst íbúarnir sjálfir, sem geta gefið góð ráð og leiðbein ingar um hvað þurfi til, þó að einhver atriði liggi í augum uppi. Framtíð þess hlýtur auðvitað hér eftir sem hingað til að byggjast á því, að gæði náttúrunnar til lands og sjávar verði nýtt með þeim hætti, að afkoma þeirra sem að því vinna verði viðunandi.“

Mikilvægt er að áfram verði unnið að framgangi málsins. Það er ljóst að það snertir ýmis ráðuneyti og stofnanir sem þurfa að koma að verkinu, enda er hér um að ræða nýstárlega nálgun gagnvart verkefni af þessu tagi. Þess vegna er nauðsynlegt að sett verði á laggirnar nefnd sem fari betur ofan í málin, móti stefnu og leggi fram fyrir stjórnvöld til að vinna eftir. Verkefni af þessu tagi ætti ekki að þurfa að taka langan tíma og ýmsar ákvarðanir sem það snerta væri hægt að taka án þess að vinnunni væri að fullu lokið. Því er brýnt að hafist v

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli