Frétt

Leiðari 24. tbl. 2000 | 16.06.2000 | 11:35Römm er sú taug

Undanfarnar helgar hefur mátt sjá mörgum andlitum sem alla jafnan eru fáséð hér um slóðir bregða fyrir á götum Ísafjarðarbæjar. Misjafnlega kunnuglega koma þau þó fyrir sjónir heimamanna þar sem langt er síðan mörg þeirra áttu heima í faðmi hinna bláu fjalla. Þessar núorðið hefðbundnu og árlegu heimsóknir brottfluttra Ísfirðinga tengjast oftast afmælum, einkum fermingarafmælum, og skólaútskriftum.

Þessi föngulegu ,,afmælisbörn“ hafa jafnan birst á síðum BB lesendum blaðsins til ómældrar ánægju og upprifjunar. Sem betur fer eiga heimamenn fulltrúa meðal þeirra. Við leynum því þó ekki að auðvitað vildum við helst að allt þetta kröftuga fólk, sem sleit barnsskónum á eyrinni góðu við Skutulsfjörð, hefði búsetu hér ennþá.

En þótt svíði á stundum yfir brotthvarfi þessa mæta fólks megum við ekki gleyma að heimsóknir þess bera því vitni að taugarnar til æskustöðvanna eru sterkar, gleði þess yfir ,,heimkomunni“ er einlæg. Þá er það okkur mikilvægt að þótt þessu fólki kunni að hafa vegnað misjafnlega á lífsleiðini líkt og okkur sem eftir sátum, þá hefur það margt hvert haldið nafni Ísafjarðar á lofti og aukið hróður bæjarfélagsins í ríkum mæli. Því skulum við ekki gleyma. Það ber að þakka.

Glöggt er gests augað

Þótt vitnað sé til þessa spakmælis er næsta víst að fæstir brottfluttra Ísfirðinga telja sig meðal gesta þá æskustöðvanna er vitjað. Við komuna veltir þetta ágæta fólk engu að síður fyrir sér hvernig hvernig umhorfs er í bænum samhliða því sem breytingarnar á liðnum árum eru vegnar og mældar.

Þótt margt hafi áunnist og í mörgu vel til tekist er auðsætt að alltaf má gera betur. Á mörgum sviðum verðum við hreinlega að taka til hendinni og það strax. Skal hér vitnað til ágætrar greinar í BB frá fyrra mánuði þar sem greinarhöfundur benti á fjölmargt sem gleður ekki gests auga og eykur ekki yndi ferðamannsins við skoðun á annars fallegum bæ.

Í þessum efnum, sem og svo mörgum öðrum, er viljinn og samtakamáttur okkar allt sem þarf.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli