Frétt

mbl.is | 15.09.2006 | 12:34Menntamálaráðherra í opinberri heimsókn í Kína

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er ásamt Kristjáni Arasyni eiginmanni sínum stödd í opinberri heimsókn í Kína dagana 14.-19. september í boði Sun Jiazheng menningarmálaráðherra Kína. Er með heimsókninni verið að endurgjalda heimsókn kínverska ráðherrans til Íslands árið 2003. Menntamálaráðherra átti fund með Sun Jiazhengt í dag föstudaginn 15. september. Ræddu ráðherrarnir samstarf ríkjanna á sviði menningarmála m.a. á vettvangi UNESCO. Einnig var undirritað samkomulag um menningarsamskipti Íslands og Kína árin 2007-2010. Hyggjast stjórnvöld beggja ríkja stuðla að og greiða fyrir beinum tengslum og skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu sem og háskólakennara og námsmanna milli Kína og Íslands.

Menntamálaráðherra átti jafnframt fund með Chen Zhili, fyrrum menntamálaráðherra og fulltrúa í kínverska ríkisráðinu. Chen er önnur valdamesta kona Kína og er æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína Hún er væntanleg til Íslands í heimsókn í næstu viku og mun þá m.a. kynna sér starfemi íslenskra háskóla.

Einnig átti ráðherra fund með Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, og Shang Jong, ráðherra vísinda- og tæknimála.

Á fundum með kínverskum ráðherrum kom í ljós mikill áhugi á að efla samstarf ríkjanna á sviði mennta- og vísindamála. Chen Zhili og Zhou Ji lýstu yfir áhuga Kínverja á að starfrækja s.k. Konfúsíusar-miðstöð á Íslandi. Um 100 slíkar miðstöðvar eru starfræktar í heiminum, þar af um tuttugu í Evrópu en markmið þeirra er að miðla kennslu á kínverskri tungu og efla þekkingu á kínverskri menningu.

Menntamálaráðherra Kína hvatti jafnframt til eflingar samskipta á sviði vísindarannsókna m.a. með sameiginlegum rannsóknarverkefnum íslenskra og kínverskra vísindamanna og háskóla. Þá hafa Kínverjar hug á að kínverskir háskólar geti boðið upp á sameiginlegar námsgráður í samvinnu við íslenska háskóla.

Fimmtudaginn 14. september var haldin athöfn í Beijing Foreign Studies University. Nú í haust hófst þar kennsla í íslensku í fyrsta skipti og af því tilefni afhenti menntamálaráðherra fyrir hönd íslensku þjóðarinnar bókagjöf til handa háskólanum. Alls er um 1.600 bækur að ræða, sem flestar eru gefnar af íslenskum bókaútgefendum, og munu að stofni til mynda eitt stærsta íslenska bókasafn Asíu. Tók Hao Ping rektor BFSU á móti bókagjöfinni í athöfninni.

Samskipti Íslands og Kína í menntamálum hafa aukist hröðum skrefum undanfarin ár ekki síst vegna stóraukinna viðskipta ríkjanna sem kallar á sérhæft starfsfólk er hefur þekkingu á menningu og tungu Kína. Íslenskir háskólar eiga í margvíslegum samskiptum við kínverska háskóla og stunda nú tugir íslenskra námsmanna nám í Kína.

Menntamálaráðherra mun í heimsókn sinni heimsækja Háskólann í Shanghai en þar mun dr. Tryggvi Þór Herbertsson flytja fyrirlestur um íslenskt efnahagslíf. Þá mun ráðherra funda með ráðamönnum Shanghai-borgar.

Í fylgdarliði ráðherra eru Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður ráðherra, Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarskrifstofu og Hellen Gunnarsdóttir deildarstjóri háskólamála í menntamálaráðuneytinu.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli