Frétt

| 15.06.2000 | 16:42Vélbátaábyrgðarfélagið er bundið af samningum

Einar Oddur Kristjánsson.
Einar Oddur Kristjánsson.
Einar Oddur Kristjánsson, stjórnarformaður Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær, að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og staðan væri í dag og vonaðist hann til að Sjóvá-Almennar tæki að sér tryggingar smábáta fyrir félagið til áramóta, en á þriðja hundrað bátar eru tryggðir hjá félaginu.
Vegna þessara ummæla Einars Odds hefur Samábyrgð Íslands á fiskiskipum sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: ,,Samábyrgð Íslands endurtryggir og hefur endurtryggt í áratugi öll fiskiskip, sem eru í frumtryggingu hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðinga og er megináhætta trygginganna hjá Samábyrgð Íslands. Allir endurtryggingasamningar milli félaganna eru í fullu gildi allt til 31. desember nk. og báðir aðilar bundnir af þeim. Þessir samningar ná yfir öll fiskiskip og báta í frumtryggingu hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðinga.

Þegar Samábyrgð Íslands frétti í fjölmiðlum, haft eftir Einari Oddi Kristjánssyni, að framkvæmdastjóri félagsins hefði sett Válbátaábyrgðarfélag Ísfirðinga í ábyrgðir, sem ekki samræmdust rekstri þess og af því kynni að skapast erfiðleikar, sendi Samábyrgð Íslands strax bréf til félagsins, þann 5. júní sl., þar sem segir að Samábyrgð Íslands sé reiðubúin að veita Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðinga alla aðstoð og ráðgjöf sem stjórn félagsins kann að óska eftir, bæði er varðar uppgjör tjóna og eftirlit með tjónum, svo og upplýsingar til viðskiptamanna félagsins, eftir því sem þurfa þykir, enda hefur Samábyrgðin til þessa annast ýmis mál félagsins þegar þurft hefur og greitt skilvíslega allar tjónabætur. Afrit af ofangreindu bréfi var afhent Fjármálaeftirlitinu sama dag.

Við þessu bréfi hafa engin viðbrögð borist enn. Því sendi Samábyrgð Íslands, Fjármálaeftirlitinu bréf þann 8. júní sl. þar sem sérstaklega er áréttað að allir endurtryggingasamningar milli Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga og Samábyrgðar Islands gildi til 31. desember árið 2000 og báðir aðilar séu bundnir af þeim. Í bréfinu er þess vinsamlegast óskað að Fjármálaeftirlitið staðfesti hið fyrsta, bæði við Vélbátaábyrgðarfélag Ísfirðinga og Samábyrgð Íslands, að þessar ábyrgðir séu fullnægjandi fyrir Vélbátaábyrgðarfélagið til þess að eyða allir óvissu viðvíkjandi þessu málefni félagsins. Við þessu hefur ekki heldur ennþá borist formlegt svar.

Fulltrúi Samábyrgðar Íslands í stjórn Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga lagði til með sérstakri bókun á stjórnarfundi að eðlilegt sé að leita formlega til Samábyrgðar Íslands um þá aðstoð, sem félagið kynni að vanta, þar sem allar endurtryggingar félagsins eru hjá Samábyrgðinni. Ekki sé eðlilegt að rjúfa nú þau viðskiptatengsl sem hafa verið milli félagsins og Samábyrgðarinnar í áratugi með hagsmuni félagsins og hinna vátryggðu að leiðarljósi.

Það er álit Samábyrgðar Íslands að óþarft sé að blanda þriðja tryggingafélaginu inn í viðskipti félaganna á þessu stigi, þar sem allar endurtryggingar félagsins séu í fullu gildi og félagið bundið af þeim til næstu áramóta."

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli