Frétt

visir.is | 11.09.2006 | 14:25Sanngjarnt jafntefli í frábærum leik

Það voru svekkt lið sem gengu af Kópavogsvelli í gær eftir 2-2 jafntefli. Leikmenn höfðu samt ekkert til að skammast sín fyrir því þeir gáfu allir 110% og sáu köldum áhorfendum fyrir taumlausri skemmtun í 90 mínútur. Blikar sóttu strax af fullum krafti og Skagamenn vissu vart sitt rjúkandi ráð. Stíflan brast á 10. mínútu þegar Guðmann Þórisson fékk boltann óvaldaður í teignum. Hann gerði enginn mistök og lagði boltann í markhornið.

Það var sem Skagamenn vöknuðu úr roti í kjölfarið en eftir að hafa verið algjörlega yfirspilaðir tóku þeir við keflinu og byrjuðu að keyra yfir Blika sem bökkuðu fullmikið. Pressa ÍA bar árangur á 27. mínútu þegar Hafþór Ægir stal boltanum af markaskoraranum Guðmanni, brunaði upp og lagði boltann laglega framhjá Hjörvari.

Á 38. mínútu gerðist mjög umdeilt atvik þegar Arnar Gunnlaugsson skoraði og var dæmdur rangstæður af umdeildasta aðstoðardómara landsins, Sigurði Óla Þorleifssyni, sem hefur átt nokkra áhugaverða dóma í sumar svo við orðum það nú smekklega.

Þeir tóku gleði sína aftur rétt fyrir hlé þegar áðurnefndur Sigurður Óli dæmdi skalla Guðjóns Sveinssonar, sem var hreinsaður af línunni af Haaland, inni. Aftur mjög umdeildur dómur og menn ekki á eitt sáttir. Haft var að orði að Sigurður Óli væri að bæta upp fyrir rangstöðuna en vonandi var hann viss í sinni sök.

Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn af jafn miklum krafti og þann fyrri og jöfnuðu á 64.mínútu þegar hinn spræki Zivanovic kom boltanum yfir línuna, 2-2.

Skagamenn réðu lögum og lofum það sem eftir lifði leiks en þrátt fyrir góða tilburði þá tókst þeim ekki að skora.

Það er ekki annað hægt en að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir frábæran leik. Það er langt síðan maður hefur séð tvö lið sækja af slíkum ákafa í leik í Landsbankadeildinni. Blikar voru skynsamir og mega vel við una þar sem þeir mætta mjög beittu liði ÍA en sóknarmenn liðsins voru mjög hreyfanlegir og sendingar bræðranna Bjarna og Þórðar baneitraðar.

Hjörvar innbyrti stigið fyrir Blika með stórkostlegri markvörslu undir lokin.
Bestur allra var þó hinn ungi Hafþór Ægir sem fór oft illa með Árna Kristin, bakvörð Blika, en Árni hefur örugglega þurft á sterkum höfuðverkjalyfjum að halda eftir leikinn eftir að hafa hringsnúist í kringum hinn kraftmikla og áræðna Hafþór í 90 mínútur.

Við áttum að klára þetta en nýttum ekki færin, sagði Bjarki Gunnlaugsson, þjálfari ÍA. Við verðum að klára okkar leiki og meðan við spilum svona og leikmenn leggja sig álíka mikið fram þá dettur þetta fyrir okkur.
Hinn ungi Bliki Guðmann Þórisson var daufur eftir leikinn en hann skoraði eitt mark og gaf síðan annað. Þetta var hrikalegt og ég sef ekki mikið í kvöld.

Við þennan leik verður síðan ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu dómarans, Garðars Arnar, sem dæmdi mjög vel, lét leikinn fljóta og var ekki með óþarfa stæla. Garðar hefur vaxið ótrúlega í sumar og er að stimpla sig inn í síðustu leikjum sem einn albesti dómari landsins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli