Frétt

Fréttablaðið | 27.01.2002 | 11:58Capriati sigraði í Ástralíu

Hin bandaríska Jennifer Capriati endurtók leikinn frá því í fyrra og vann sigur á opna ástralska mótinu í tennis. Svisslendingurinn Martina Hingis, sem einnig tapaði fyrir Capriati í úrslitunum í fyrra, tapaði þar með þriðja úrslitaleiknum í Ástralíu í röð. Capriati sigraði í þremur settum, 4:6, 7:6 (9:7) og 6:2, þrátt fyrir að Hingis hafi virst vera með unninn leik í höndunum um miðbik annars settsins. Hún náði þar 4:0 forystu og fékk fjögur tækifæri til að gera út um leikinn þar, í stöðunni 5:3 og 6:2 og í bráðabananum um sjöunda stigið. Allt kom þetta þó fyrir ekki og eftir að hún tapaði öðru settinu virtist hin 21 árs gamla Hingis hins vegar algjörlega búin að vera og stóð ekki steinn yfir steini í leik hennar í þriðja settinu. Capriati sneri taflinu við og stóð uppi sem sigurvegari.
Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður og setti það mjög mark sitt á keppendur jafnt sem leikinn sjálfan. Hitinn á vellinum fór upp undir 50 gráður á Celsíus þegar verst lét, og þurftu keppendur að taka sér ,,hitapásu\" eftir annað settið. Þær notuðu pásuna til að láta nudda auma vöðva og bæta á sig vökva, en það dugði Hingis greinilega ekki til að bæta upp vökvatapið á vellinum.

Hitinn kvaldi Capriati ekki síður, og sagði hún að þetta væru erfiðustu aðstæður sem hún hefði nokkurn tímann þurft að kljást við í keppni. ,,Ég gat ekki meir. Ég veit ekki hvernig ég fór að því að vinna þetta,\" sagði hún á blaðamannafundi eftir leikinn, gjörsamlega uppgefin en alsæl með sigurinn sem vonlegt er.

Hingis var að hugsa um að neita að fara aftur á völlinn eftir hitapásuna að loknu öðru settinu. ,,Ég var skjálfandi á beinunum og með gæsahúð, gat ekki hreyft mig almennilega og hafði enga trú á því að ég gæti unnið. Þetta var ótrúlega mikið álag,\" sagði hun og vísaði til átakanna undir brennandi hásumarsólinni í Ástralíu.

Þetta var sjötti úrslitaleikur Hingis í opna ástralska í röð, og sá þriðji í röð sem hún tapar. Hún hefur ekki unnið sigur í einliðaleik á einu af stóru mótunum fjórum um þriggja ára skeið, og segist sannfærð um að hitinn hafi rænt hana möguleikanum á því að bæta úr því.

Í gær tókst henni hins vegar að innbyrða sigur í tvíliðaleik ásamt vandræðastúlkunni Önnu Kournikovu, sem ekki hefur heldur verið iðinn við sigurkolann undanfarin ár.

Visir.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli