Frétt

visir.is | 08.09.2006 | 10:19Litlu liðunum aldrei vísað frá

Eftir pínleg töp Andorra og San Marínó í vikunni er mörgum spurn hvort stofna eigi sérstaka forkeppni fyrir smærri lönd Evrópu. Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að breyta reglum keppninnar.Eftir að England vann Andorra um síðustu helgi komu ýmsir sérfræðingar fram á sjónarsviðið og sögðu að leikurinn hefði verið hreinn farsi. Ekki bætti 13-0 sigur Þjóðverja á San Marínó í fyrrakvöld úr skák. Einn þeirra sem tjáð sig hafa um þetta er Chris Waddle, fyrrum landsliðsmaður Englands. "Ég held að leikir sem þessi geri fótboltanum ekkert gagn, sagði Waddle um Englandsleikinn. Áhorfendur borga góðan skilding og ferðast um allt landið til að sjá enska landsliðið og fá ekki mikið fyrir aurana. Eins og í Meistaradeildinni ætti að vera forkeppni þar sem lið keppa eftir því hvernig gengi þeirra hefur verið undanfarin ár."

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að áttatíu prósent leikja í undankeppni EM um síðustu helgi hefðu verið óspennandi. "Og það segi ég með nokkurri bjartsýni þar að auki," sagði Wenger.
Wenger segir að sá fjöldi landsleikja sem sé í hverri undankeppni sé aðalvandamál landsliða. Sjö eða átta lið séu í hverjum riðli þökk sé falli Sovétríkjanna og uppskiptingu Balkanskagans. Svo margir leikir þjóna engum tilgangi hvað frammistöðu leikmanna varðar. Það sem skiptir máli er hvernig þeir standa sig með félagsliði sínu.
Margir virðast sammála um að lið eins og Andorra og San Marínó eigi ekkert erindi í þessar keppnir og að smærri löndin eigi að ganga í gegnum sérstaka forkeppni. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, á sæti í framkvæmdastjórn UEFA og gremst þessi umræða. "Gleymdu þessu. Við munum aldrei leyfa þetta," sagði Eggert". Það eru þar að auki enn margir fulltrúar stóru landanna sem horfa fyrst og fremst á íþróttagildið. Meðal knattspyrnusambanda Evrópu er mikill meirihluti, nánast einhugur, um að slíkar breytingar muni ekki eiga sér stað."
eitt af þrettán Bernd Schneider skorar eitt þrettán marka Þjóðverja í leiknum gegn San Marínó.nordic photos/bongarts
Eggert sakar stóru félagsliðin, eins og þau sem mynda G14-hópinn, um
að koma þessari umræðu af stað. "Þetta eru einhverjir G14-kallar sem
vilja helst ekki að landsleikir fari fram og vilja sem allra fæsta
leiki. Þeir heimta alltaf meiri og meiri pening til þess að eyða í
leikmenn og meiri vitleysu eins og umboðsmenn og álíka afætur af
knattpsyrnunni."

Hann segir að vissulega hafi úrslit leiks Þýskalands og San Marínó verið slæm en segir það ákvörðun hvers lands fyrir sig hvort það vilji tefla fram liði í keppnum eins og EM og HM."Stundum koma góðir leikmenn fram í þessum löndum og ágæt lið en það geta alltaf komið tímabil þar sem svona slys gerast. Það nægir bara að líta til Færeyinga, sem hafa tapað tveimur leikjum í röð með markatölunni 6-0."
Samband félagsliða og knattspyrnusambanda hefur að mörgu leyti aldrei verið stirðara og nægir að nefna mál Claude Makelele og þrímenninganna frá Svíþjóð í því sambandi. Þá er einnig í gangi mál þar sem belgíska félagið Charleroi hefur kært knattspyrnusamband Marokkó um skaðabætur þar sem leikmaður félagsins meiddist í landsleik. Útkoma þess máls gæti haft áhrif á framtíð landsliða og heimsknattspyrnunnar. En það er engan bilbug að finna á Eggerti. "Alltaf þegar umræða kemur upp sem snýst um eitthvað annað en íþróttaleg gildi og viðhorf munum við berjast gegn því með kjafti og klóm."


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli