Frétt

mbl.is | 08.09.2006 | 08:28Falsað ástarbréf í ævisögu

Harla óvenjulegt mál er komið upp í London. Í ljós hefur komið að eldheitt ástarbréf sem ævisöguritarinn A. N. Wilson birti í bók um breska ljóðskáldið John Betjeman er falsað. Og ekki aðeins falsað, heldur inniheldur það grófa móðgun við Wilson sé fyrstu stöfum hverrar setningar, utan upphafssetningarinnar, raðað saman. Forsaga málsins er sú að fyrir tveimur árum barst Wilson bréf frá Eve nokkurri de Harben, meintri frænku Honor Tracy, rithöfundar sem var raunverulega vinur Betjemans. Bréfið innihélt afrit af eldheitum ástarorðum Betjemans til vinar síns en Eve de Harber skrifaði að upprunalega bréfið væri í eigu bandarísks safnara. Bréfið notaði Wilson svo til sönnunar því að ljóðskáldið hefði átt í stuttu en áköfu ástarsambandi við vin sinn.

Fyrir stuttu barst bandaríska tímaritinu The Sunday Times svo bréf frá téðri Eve de Harben með tilkynningu þess efnis að bréfið sem Wilson hefði birt væri falsað. Tilgangurinn hefði verið að hefna fyrir óvægna gagnrýni Wilsons á tónlistarmanninn Humphrey Carpenter, en Wilson er þekktur fyrir gagnrýni sína á menn og málefni. Carpenter lést árið 2005 og kvað Eve de Harpen hann vera vin sinn.

Hins vegar hefur komið í ljós að engin Eve de Harben er búsett þar sem bréfið á að hafa verið sent frásamkvæmt upplýsingum á bakhlið umslagsins, í Roquebrun í Frakklandi. Ekkja Carpenters, Mari, kannast heldur ekki við að eiginmaður sinn hafi þekkt nokkurn undir því nafni. Það sem meira er, sé stöfum nafnsins Eve de Harben raðað upp á nýtt koma í ljós ensku orðin "ever been had" eða "hefurðu verið plataður".

Sem stendur er einn aðili öðrum fremur grunaður um að standa á bak við þennan reyfarakennda prett. Sá heitir Bevis Hiller og á það sammerkt með Wilson að hafa skrifað ævisögu Betjemans, í þremur bindum. Wilson og Hiller hafa deilt hatrammlega síðan 2002 eða frá því að Wilson kallaði annað bindi Hillers "vonlausan hrærigraut" í gagnrýni sem birtist í The Spectator. Nýlega gaf Hiller Wilson þá einkunn að hann væri "auvirðilegur". Hiller neitaði hins vegar eindregið að eiga nokkurn hlut að máli þegar blaðamaður The Sunday Times bar málið upp á hann.

Öll spjót standa þó á Hiller. Verðmiði aftan á umslagi Eve de Harben staðfestir að það var keypt í heimabæ Hillers, Winchester. Og þó að heimilisfangið sem gefið var upp aftan á umslaginu væri franskt var bréfið engu að síður sent frá Vestur-London

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli