Frétt

Kreml.is - Eiríkur B. Einarsson | 24.01.2002 | 19:59Mannvonska Bandaríkjanna kallar á aukin hryðjuverk

Eiríkur Bergmann Einarsson.
Eiríkur Bergmann Einarsson.
Myndirnar sem birtust heiminum af grimmilegri meðferð Bandaríkjastjórnar á afgönsku föngunum á Kúbu hafa vakið skelfingu um heim allan. Mann setur hljóðan að réttarríki skuli á vorum dögum meðhöndla manneskjur sem það hefur í haldi af slíkri grimmd. Ef þeir væru skepnur myndu öll dýraverndunarsamtök heimsbyggðarinnar garga á torgum úti í mótmælaskyni. Enginn veit þó enn hvort allir þessir drengir sem herir Bandaríkjamann gómuðu í Afganistan hafi haft nokkuð að gera með hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin, eða að þeir hafa hafi haft minnstu vitneskju um að viðlíka árás stæði til. Því er allt eins líklegt að Talibanastrákarnir séu sjálfir fórnarlömb ömurlegra aðstæðna heimafyrir í Afganistan, - og nú ótrúlegrar mannvonsku Bandaríkjanna. En það skiptir í raun ekki máli. Það á að meðhöndla alla menn á mannúðlegan hátt, - hvort sem þeir eru sekir eða saklausir.
Fyrst voru fangarnir, sem enn hafa ekki hlotið dóm, bundnir niður í flugvélasæti í yfir 20 klukkutíma, og þegar þeir loks komu til Kúbu voru þeir settir í búr sem halda hvorki vindi, vatni né steikjandi hitanum. Og ekki nóg með það. Á myndunum eru þeir bundnir á höndum og fótum og lokað er fyrir skilningarvitin, - augu, eyru og nef. Ég fullyrði að væri ég beittur viðlíka harðræði yrði ég fullkomlega og algerlega sturlaður fyrir lífstíð.

Það er augljóst að þessi illa og grimma meðferð þverbrýtur Genfarsáttmálann um meðferð stríðsfanga, en Bandaríkjamenn hafa ekki viljað viðurkenna fanga sína sem stríðsfanga og telja sig því ekki þurfa að fara að alþjóðalögum. Þeir hafa kallað þá ólöglega stríðsmenn, hvað svo sem það nú þýðir. Það voru Bandaríkjamenn sjálfir sem skilgreindu hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington sem stríðsaðgerð. Og nú neita þeir að meðhöndla fanga sína samkvæmt eigin skilgreiningu. Þessi útúrsnúningur er auðvitað fáránlegur.

Ef við argúmentsins vegna setjum allt þetta til hliðar og skoðum málið með ísköldum augum þá kemur líka í ljós að þessi meðferð er glórulaus út frá grjóthörðum öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Myndirnar sem umheiminum bárust lýsa skefjalausri mannvonsku. Hafa menn hugsað það til enda hvaða viðbrögð þær kalla á hjá ungum reiðum drengjum í Sádí Arabíu, Palestínu og annarstaðar í mið-austurlöndum? Nú veit ég ekki hvort ályktunarhæfni kúrekanna í Washington hafi horfið út í veður og vind með hryðjuverkunum 11. september, en þessi illa meðferð er jafnvel enn heimskulegri og mun hættulegri en þegar að herir Bandaríkjanna reistu bandaríska fánann að húni í Afganistan. Það er augljóst að heimska Bandaríkjastjórnar í þessu máli mun framkalla öldu hryðjuverka yfir allann hinn vestræna heim.

Að lokum langar mig að benda á einkar áhugaverðan pistil eftir Mikael Torfason á Pressunni um ógnaröldina í Palestínu.

Kreml.is.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli