Frétt

mbl.is | 04.09.2006 | 08:56Báðu Ísland að taka við fimm Uighur-mönnum

Ísland var í hópi þeirra ríkja sem bandarísk stjórnvöld leituðu til er þau tóku að leita að nýjum dvalarstað fyrir fimm menn af þjóðarbrotinu Uighur - en það byggir einkum Xinjiang-hérað í norðvesturhluta Kína - sem haldið var í fangabúðunum í Guantanamo um fjögurra ára skeið. Mennirnir enduðu hins vegar í Albaníu, en bandarísk stjórnvöld vildu ekki senda þá aftur til Kína af ótta við að þarlend stjórnvöld myndu beita þá misþyrmingum. Stöðu Uighur-þjóðarbrotsins í Kína mætti líkja við stöðu Tíbeta, en ráðamenn í Peking viðurkenna ekki rétt þess til eigis þjóðríkis. Uighur-menn eru múslímar, tala upprunatungu Tyrkja, dreymir um sjálfstætt ríki, Austur-Túrkestan.

Alls voru tuttugu og tveir Uighur-menn í Guantanamo en fimm var sleppt nú í vor, sem fyrr segir. Flestir Uighur-mannanna voru teknir höndum í meintum æfingabúðum al-Qaeda í Afganistan en áðurnefndir fimmmenningar segja að þeir hafi verið seldir í hendur Bandaríkjaher af íbúum landamæraþorps í Pakistan sem þeir komu til eftir að hafa verið á vergangi í Afganistan 2001; þangað hafi þeir hrakist þegar vegabréfsáritanir til annarra landa í þessum heimshluta, þar sem er að finna Uighur-fólk, runnu út. Ekki þorðu þeir að snúa aftur til Kína, af ótta við að þeir yrðu drepnir.

Segja má að mál Uighur-mannanna fimm hafi skapað bandarískum stjórnvöldum ákveðinn vanda. Sandra L. Hodgkinson, embættismaður í utanríkisráðuneytinu í Washington, segir að menn hafi snemma komist að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjunum stafaði ekki ógn af þeim. En erfiðara var að átta sig á því hvað gera ætti við þá.

Hodgkinson minnir aðspurð á að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi lýst því yfir að hann vilji gjarnan að Guantanamo verði lokað. Þetta sé þó ekki einfalt mál. Áður en hægt sé að sleppa mönnum til síns heima eða afhenda þá stjórnvöldum í þeirra heimalöndum verði að ná samkomulagi við þarlend stjórnvöld; um að þau sjái til þess að viðkomandi fangar reyni ekki aftur að drepa Bandaríkjamenn, veiti loforð um að umrædd ríki reyni að draga úr hættunni sem af mönnunum stafar. Jafnframt verði að fá lönd til að heita því, að komið verði fram við mennina mannúðlega.

Þetta sé hægara sagt en gert. Fangarnir komi í mörgum tilfellum frá löndum, sem ekki þyki hafa haldið mannréttindi í heiðri. Mörg landanna vilji aukinheldur ekkert taka við mönnunum aftur, dragi í sumum tilfellum í efa að þeir séu ríkisborgarar þeirra.

Þegar Hodgkinson var spurð að því hvort Bandaríkin hefðu í einhverjum tilfellum gert mistök, hvort það gæti hugsast að einhverjir mannanna sem dvalið hafa í Guantanamo hefðu í reynd ekkert unnið til saka, svaraði hún því til að menn hefðu snemma úrskurðað 38 fanga með þeim hætti, að ekki væri litið svo á að þeir væru vígamenn úr óvinaliðinu [enemy combatants].

"Ef þú hygðist túlka þá staðreynd, en þetta var einu og hálfu ári eftir að þeir voru teknir, þannig að viðkomandi hefðu verið ranglega handsamaðir, þá er tala þeirra 38," segir hún. Bandarísk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viðurkennt nein mistök, aðeins sagt að mönnum sé frjálst að fara heim til síns heima og að þeir séu ekki álitnir óvinahermenn.

Um Uighur-mennina áðurnefndu segir Hodgkinson að þeir teljist vissulega til þeirra 38, sem hún hafi nefnt: "En staðreyndin er sú að þeir voru teknir höndum í afgönskum æfingabúðum. Hvað þeir voru að gera þar skiptir engan máli þegar handtakan fer fram. Þegar þeir síðan komu fyrir nefndina var sá úrskurður felldur að fimm þeirra væru ekki lengur vígamenn úr óvinaliðinu. Hinir voru áfram skilgreindir þannig, þó að jafnframt væri tekið fram að þeir teldust ekki mikil ógn við Bandaríkin því að barátta þeirra beindist ekki gegn okkur [heldur Kína].

Það er í reynd gott dæmi um hversu alvarlega við tökum skuldbindingar okkar gagnvart sáttmála SÞ um pyntingar að við skulum taka þá ákvörðun að senda menn ekki aftur til lands þar sem við teljum að þeir muni kunna að sæta pyntingum."

Hodgkinson segir að Bandaríkjamenn hafi í meira en eitt ár leitað að nýjum dvalarstað fyrir Uighur-mennina fimm. Hún vildi ekki staðfesta að leitað hefði verið til Íslands "en ég get sagt þér að við ræddum við meira en 100 ríki og við spurðum oftar en einu sinni".

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag af frásögn Davíðs Loga Sigurðssonar frá Guantanamo.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli