Frétt

mbl.is | 01.09.2006 | 10:07Sjö milljónir horfðu á Rock Star: Supernova

Áhorfið á Rock Star: Supernova heldur áfram að aukast. Frá því var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku að um 6,4 milljónir hefðu horft á þáttinn sem sendur var út miðvikudagskvöldið 23. ágúst sl. í Bandaríkjunum. Áhorfstölurnar tóku verulegan kipp í þessari viku og horfðu um 7 milljónir á þáttinn síðastliðið þriðjudagskvöld. Atkvæðagreiðsla hófst að þætti loknum og var Magni eini keppandinn af þeim sex sem eftir voru þá, sem aldrei var í þremur neðstu sætunum á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. Aðeins þeir þrír keppendur sem fæst atkvæði fá hverju sinni eiga á hættu að detta úr keppninni. Það var Ryan Star sem tók pokann sinn að þessu sinni en auk hans þurftu Dilana Robichaux og Storm Large að syngja aukalag til að sannfæra Supernova-liða um að leyfa sér að halda áfram.

Eins og flestir eflaust vita þá var Magni í hópi þeirra þriggja sem fæst atkvæði fengu undanfarnar tvær vikur og töldu margir að ef sú hefði orðið raunin í þriðja sinn í þessari viku hefði Supernova sent hann heim. Nokkrum dögum fyrir fyrri þáttinn í vikunni tóku því aðdáendur Magna sig til og hófu herferð honum til stuðnings á netinu þar sem allir voru hvattir til að kjósa hann. Gjald fyrir sms-atkvæði var í framhaldi lækkað úr 99 kr. í 19 kr. og fór einnig af stað auglýsingaherferð í fjölmiðlum. Íslendingar tóku svo sannarlega við sér og segir Björn Þórir Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins, að þátttakan í sms-kosningunni hafi aukist mjög mikið. "Það var rúm þreföldun frá fyrsta þættinum, en þátttakan þá var mjög mikil og það var margföldun frá því sem var í síðustu viku. Þetta var gríðarlegt stökk og er þetta langstærsta símakosning sem við höfum séð á þessari stöð." Björn Þórir vill ekki gefa upp nákvæma tölu en segir að sms-atkvæðin hafi skipt tugum þúsunda.

Þá eru ótalin öll atkvæðin sem greidd voru í gegnum Netið, en margir Íslendingar nýttu sér það að netkosningin er ókeypis og kusu oftsinnis langt fram eftir nóttu. Nú eru einungis tveir þættir eftir af Rock Star: Supernova en keppendurnir eru nú fimm. Ekki er ljóst hvort einn, tveir eða jafnvel þrír keppendur verði sendir heim í næsta þætti en meðlimir Supernova hafa áður tekið sig til og sent fleiri en einn keppanda heim í einu. Lokaþátturinn verður sýndur 13. september.

SPRON afhenti í gær Eyrúnu Huld Haraldsdóttur, unnustu Magna, 500 þúsund krónur í tilefni af frammistöðu hans í þáttunum. SPRON ætlar að gefa fjölskyldunni 500 þúsund krónur til viðbótar ef Magni kemst í úrslit og sömu upphæð ef hann vinnur. SPRON telur að Magni hafi verið landi og þjóð til sóma og frábær landkynning. "Þessi gjöf skiptir okkur miklu máli. Þetta er rausnarlegt af þeim og við erum ótrúlega þakklát. Magni fær eiginlega engan pening á meðan hann er að taka þátt í keppninni," segir Eyrún, en þegar Morgunblaðið náði tali af henni þá hafði hún síðast heyrt í Magna á þriðjudaginn og var að bíða eftir símtali frá honum. "Hljóðið í honum var gott. Hann er jákvæður og vill nýta tímann vel meðan á þessu ævintýri stendur." Eyrún segir að síðustu dagar hafi verið ótrúlegir og að gaman hafi verið að sjá hversu margir styðja Magna. "Eiginlega allir sem ég hef hitt, hvort sem þeir eru 8 ára eða 80 ára, styðja Magna og þessi stuðningur skilaði sér til hans. Ég er búin að lýsa stemningunni á Íslandi fyrir honum þannig að hann er vel með á nótunum," segir Eyrún.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli