Frétt

Leiðari 4. tbl. 2002 | 23.01.2002 | 16:18Hvers eigum við að gjalda?

Á laugardaginn stóðu slökkviliðs- og lögreglumenn á Vestfjörðum ásamt Vegagerðinni að sameiginlegri brunaæfingu í Vestfjarðagöngunum. Á heildina litið þótti æfingin takast nokkuð vel. Hún undirstrikaði þó mjög alvarlegan vankant á öryggi þeirra, sem leið eiga um göngin: Hvorki talstöðvar né farsímar virkuðu inni í göngunum. Nánar: Slökkvilið og lögregla eru sambandslaus með öllu við þá sem fyrir utan eru, hvað sem á dynur innra. Frá göngunum er ekki með nokkru móti hægt að ná sambandi við lögreglu né lækna, sama hversu alvarlegir atburðir eiga sér stað; sama hversu þörfin er aðkallandi, þótt hver mínúta skipti sköpum, nema í gegnum neyðarsíma með löngu millibili, sem enginn veit hvort tiltækur er þegar á reynir. Hins vegar eru farsímar nánast í hvers manns fórum.

Þetta hefur ráðamönnum verið ljóst síðan jarðgöngin voru opnuð. Á þetta hefur margsinnis verið bent. Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ, lögreglan á Ísafirði, slökkviliðið o.fl. hafa ítrekað látið málið til sín taka og krafist úrbóta, án nokkurs árangurs. Bréfaskriftir og samþykktir bæjaryfirvalda virðast einfaldlega hafa verið hundsaðar af þeim aðilum, sem ætla mætti að væru ábyrgir fyrir framgangi málsins.

BB hefur margoft lagt málinu lið. Í ágúst 2000 sagði Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, í samtali við blaðið, að þegar Vestfjarðagöngin voru opnuð haustið 1996 hafi hann fengið þau svör frá forsvarsmönnum Pósts og síma í Reykjavík að NMT-sambandi yrði komið á í göngunum innan árs. Það virðist ætla að teygjast ansi mikið á því herrans ári 1997 hjá Pósti og síma!

Í Hvalfjarðargöngunum er farsímasamband. Gilda aðrar reglur um öryggi vegfarenda í Vestfjarðagöngunum, sem eru liðlega 3 km lengri en Hvalfjarðargöngin? Í Hvalfjarðargöngunum er búnaður sem gerir mönnum kleift að ná útvarpssendingum. Það er talinn liður í öryggisvörnum. Við spurningunni hvers vegna útvarp allra landsmanna hefur skotið sér undan að koma samskonar búnaði upp í Vestfjarðagöngunum, hafa engin svör fengist.

Hverra er ábyrgðin ef alvarlegt slys ber að höndum og björgunarmenn, eða aðrir þeir sem fyrstir eru á vettvang, verða handarvana að horfast í augu við að geta ekki náð sambandi við lækna þótt líf liggi við?

Mega vegfarendur um Vestfjarðagöngin vænta svara frá þeim háttvirtu aðilum, sem með málið hafa að gera? Síður BB standa þeim opnar.
s.h


bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli