Frétt

mbl.is | 28.08.2006 | 12:01Glitnir aðalstyrktaraðili Óslóarmaraþonsins

Í morgun var skrifað undir samkomulag þess efnis að Glitnir verði aðalstyrktaraðili Óslóarmaraþonsins. Mun hlaupið bera nafnið „Glitnir Oslo Marathon“. Samkomulagið er til fjögurra ára og felur meðal annars í sér að aðilar vinni saman að því að gera Óslóarmaraþonið að fjölskylduviðburði og að kynning á hlaupinu erlendis verði efld. „Hlaup verða sífellt vinsælli meðal almennings og við teljum að þetta samkomulag verði til þess að styrkja viðburðinn og ennfremur gera Óslóarmaraþon Glitnis að sannkölluðum fjölskylduviðburði,“ segja hjónin Grete og Jack Weitz, sem voru á meðal þeirra sem kynntu samstarfssamninginn í morgun. „Takmarkið er að koma hlaupum aftur rækilega á kortið meðal Norðmanna.“ Þess má geta að Grete Weitz er fyrrverandi heims- og ólympíumeistari í maraþoni kvenna en hún var á hátindi ferils síns í lok áttunda áratugarins, samkvæmt upplýsingum frá Glitni.

Markmið skipuleggjenda verður að auka þátttöku í Óslóarmaraþoninu umtalsvert en til viðmiðunar er framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Glitnis og einnig maraþonhlaupin í Gautaborg og New York þar sem þátttakendur hafa verið allt að 30-40 þúsund.

Íþróttafélagið Vidar er skipuleggjandi hlaupsins. „Með samvinnu við atvinnulífið vill íþróttafélagið Vidar, vekja athygli á gildi þess að stunda hlaup reglulega. Verkefnið hefst fyrir alvöru fyrstu helgina í október nk. en þá vonumst við til að fólk leggi grunn að æfingaáætlun fyrir næsta ár. Rík áhersla verður lögð á að gera Óslóarmaraþon Glitnis að jákvæðri upplifun fyrir alla, hvort sem það eru fjölskyldur, reyndir hlauparar eða þeir sem vilja ná bættri heilsu með hollri hreyfingu,“ segir Ola G. Busta, framkvæmdastjóri Óslóarmaraþons Glitnis. „Við sáum hvernig framlag Glitnis varð til þess að gera Reykjavíkurmaraþonið að vinsælum viðburði fyrir alla aldurshópa, jafnt reynda sem óreynda hlaupara. Við horfum fram á mjög áhugavert samstarf við Glitni,“ að því er segir í tilkynningu.

„Umræða um bætt heilsufar eykst sífellt” segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. „Við hvetjum starfsmenn okkar til heilsuræktar og munum nýta okkur samstarfið við Oslóarmaraþonið til að hvetja starfsmenn og fjölskyldur þeirra til að fara út og hlaupa. Við viljum að að það sé ánægjulegt og gefandi að vera starfsmaður Glitnis. Með því að hvetja starfsfólk til hollrar hreyfingar aukum við líkurnar á því”, segir Bjarni.

Líkt og í Reykjavíkurmaraþoninu hvetur Glitnir starfsmenn sína í Noregi til að leggja góðu málefni lið í Óslóarmaraþoninu. „Noregur er heimamarkaður Glitnis, ásamt Íslandi, og við viljum gefa starfsfólki okkar enn ríkari ástæðu til að taka þátt en bara að bæta heilsuna. Glitnir mun heita 250 norskum krónum á hvern hlaupinn kílómetra starfsfólks bankans en féð mun renna til góðgerðarmála að vali hvers starfsmanns. Að auki munum við heita 50 norskum krónum á norska krabbameinsfélagið fyrir hvern kílómetra sem starfsfólk bankans hleypur,“ segir Bjarni.

Í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 19. ágúst sl. söfnuðust ríflega 22 milljónir íslenskra króna til góðgerðarmála. „Ég hlakka til 1. október þegar ég mun slást í hóp starfsfólks okkar og hlaupa Óslóarmaraþonið,“ segir Bjarni en hann setti persónulegt met í Reykjavíkurmaraþoninu á dögunum og lenti í 43. sæti.

„Við hjá íþróttafélaginu Vidar erum mjög ánægð með að fá samstarfsaðila sem hefur trú á þessu verkefni til lengri tíma. Við viljum hrósa Glitni fyrir framlag bankans til Reykjavíkurmaraþonsins og vonum að við höfum tekið fyrsta skrefið að jafn gifturíku samstarfi,“ segir Nils-Jostein Helland, formaður íþróttafélagsins Vidar, í tilkynningu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli