Frétt

Björn Bjarnason ráðherra | 21.01.2002 | 17:46Forsendur ákvörðunar – mat andstæðinga

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Þegar ég sótti endurmenntunarnámskeið í John F. Kennedy School of Government í Boston vorið 2000 var þar kennari, sem á sínum tíma tók þátt í stjórnmálabaráttu. Hann ákvað hins vegar að segja skilið við stjórnmálin og gaf þá skýringu, að hann hefði fengið nóg, þegar hann sá myndir af sér á auglýsingaskiltum fyrir kosningar og fór að velta því fyrir sér, hvort hann væri virkilega sá maður, sem þar var sýndur.
Svipuð hugsun hlýtur að sækja að öllum, sem bjóða sig fram til opinberra starfa og gefa þar með einnig kost á að rætt sé um þá og verk þeirra undir smásjá fjölmiðla og manna á meðal. Er óhjákvæmilegt, þegar óskað er eftir að fólk taki afstöðu til þessara einstaklinga, að öllum sé gert kleift að gera það með sem haldbestar upplýsingar að leiðarljósi. Enginn veit, hvað vegur þyngst í mati manna, og oft er sagt, að minnstu atriðin, sem skírskoti til flestra, ráði meiru en úrlausn flókinna málefna, sem í raun er aðeins á færi sérfræðinga að skilja og skilgreina.

Eðlilegt er, að ég velti þessum hlutum fyrir mér núna eftir mun eindregnari stuðning um taka að mér forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í málefnum Reykjavíkurborgar, samkvæmt skoðanakönnun í DV fimmtudaginn 17. janúar, en ég vænti. Ljóst er, að tíminn til að taka ákvörðun um þátttöku í kjöri um borgarstjóraefni sjálfstæðismanna styttist, því að í gær samþykkti miðstjórn flokksins tilmæli Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um að slíkt prófkjör mætti fara fram og verður endanleg ákvörðun um það væntanlega tekin laugardaginn 26. janúar næstkomandi.

Vangaveltur vegna framboðsmála sjálfstæðismanna í Reykjavík hafa staðið lengi og sumum þykir vafalaust of lengi. Á hitt er hins vegar að líta, að það var ekki fyrr en fimmtudaginn 10. janúar sl., sem stjórn Varðar ákvað að beina fyrrgreindum tilmælum sínum til miðstjórnarinnar auk þess að efna til skoðanakönnunar meðal fulltrúaráðsmanna, en kjörnefnd ákvað fyrirkomulag hennar 12. janúar og henni var síðan hrundið í framkvæmd með bréfi, sem var sent hinn 14. janúar. Eins og menn sjá á pistli mínum hér á síðunni frá 10. janúar leit ég þannig á að þessi skoðanakönnun Varðar gæfi fulltrúaráðinu kost á að sýna hug sinn til þess, hvort ég ætti að skipta um starfsvettvang í þágu sjálfstæðismanna í Reykjavík en stjórnmálastörfum sinni ég í umboði þeirra.

Þegar fjölmiðlamenn sáu reglurnar, sem gilda um skoðanakönnunina, fékk ég fyrirspurn um þær og svaraði Ásgeiri Friðgeirssyni á netmiðlinum Pressunni strik.is hinn 15. janúar með þessum hætti:

„Að sjálfsögðu virði ég þær reglur, sem settar eru af kjörnefnd og öðrum við val á mönnum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins og sé það svo, að ekki sé unnt að fara í senn að þeim og láta í ljós, hvort fulltrúaráðið vilji þátttöku mína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í vor, hlýt ég afla mér vitneskju um vilja ráðsins og flokksmanna með öðrum hætti. Er ég viss um, að formaður ráðsins og kjörnefndar hafa leitt hugann að þessum þætti við útfærslu á þeim reglum, sem settar hafa verið um skoðanakönnunina. Könnunin er ekki hluti af leiðtogakjörinu svonefnda. Um það þarf réttilega að taka aðra ákvörðun meðal annars af miðstjórn flokksins og frestir vegna þess hafa ekki verið ákveðnir og finnst mér rétt að nota vel þann tíma, sem til stefnu er. Þetta eru mikilvægar ákvarðanir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ástæðulaust að hrapa að neinu varðandi þær.?

Niðurstaðan í skoðanakönnun DV er svo ótvíræð, að það virðist almennt mat, að ekki þurfi frekari vitnanna við um vilja borgarbúa í þessu efni, jafnt sjálfstæðismanna sem annarra. Er þetta meðal annars haft eftir Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag, 19. janúar: „Hann [Björn] hlýtur að vera búinn að fá nægar vísbeningar um hljómgrunn fyrir hans framboði til að geta tekið ákvörðun.? Ekki er síður mikilvægt, að stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, stærsta flokksfélagsins, hefur tekið þá óvenjulegu ákvörðun að hvetja mig til framboðs.

Hinn þáttur málsins, sem snýr að mér og ég minntist á í samtali við fréttamann sjónvarpsins hinn 17. janúar, er sú staðreynd, að ég ber pólitíska og stjórnarfarslega ábyrgð sem menntamálaráðherra. Hlýtur sá þáttur að sjálfsögðu einnig að móta ákvörðun mína, því að ekki vil ég kveðja hið umfangsmikla starf á þeim vettvangi með þeim hætti, að mér verði legið á hálsi fyrir að skilja eitthvað þar eftir í reiðileysi. Yrði

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli