Frétt

mbl.is | 18.01.2002 | 15:16Skuldinni skellt á foreldra bandaríska talibanans

Fyrsta spurningin sem brann á vörum margra Bandaríkjaríkjamanna eftir að John Walker Lindh fannst í hópi hermanna talibana í Afganistan var þessi: Hvað var hann að gera þarna? Næsta spurningin var: Hvað voru foreldrar hans að gera? Hvað voru þau að hugsa þegar þau kostuðu ferðalög sonarins til íslamskra ríkja, fyrst Jemen þegar hann var sautján ára og síðar ferðir hans um Pakistan og Afganistan þegar hann var enn ungmenni?
Bandarískir fjölmiðlar og almenningur veltir því iðulega fyrir sér, eftir sérhvert voðaverk unglinga, hvort syndir foreldranna hafi hvílt á börnunum og oft á tíðum eru foreldrarnir úthrópaðir fyrir uppeldið í fjölmiðlum.

James Garbarino ræddi við foreldra annars piltsins sem stóð að skothríðinni í Columbine-menntaskólanum þegar hann vann að bók sinni „Parents Under Siege.\" Hann segist líta svo á að ekki sé endilega hægt að kenna foreldrum um það sem börnin þeirra gera.

Því hefur verið fleygt í fjölmiðlum að Lindh hafi tapað áttum þegar foreldrar hans skyldu og þegar móðir hans fór að leita fyrir sér í trúmálum og skipti loks yfir í búddatrú. Það var heldur ekki til að bæta ímynd foreldranna þegar þau sögðu eftir handtöku sonarins að hann væri \"drengur góður\" og að þau styddu pílagrímsför hans til átakasvæða í heiminum.

Jeff Jacoby ritar í The Boston Globe að landráðshugmyndir Lindsh hafi ekki fæðst í Afganistan. Þær hafi kviknaði í Marin-sýslu í Bandaríkjunum, þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum sem ekki kunnu að segja „nei\" við soninn.

Hinn tvítugi Lindh, sem var handsamaður í nóvember, var á þriðjudag kærður fyrir samsæri um morð á bandarískum ríkisborgunum og á hann yfir höfði sér hugsanlega lífstíðarfangelsi.

Foreldrar Lindhs greiddu fyrir för hans til Jemen, sem hefur reynst Vesturlandabúum einn hættulegasti staður á jarðríki, þrátt fyrir kvíða sinn sem varð til þess að móðirin hringdi ítrekað í fulltrúa Tungumálaskóla Jemen til að fullvissa sig um að syni hennar væri óhætt.

Lindh lenti ítrekað í útistöðum við yfirvöld í Jemen. Hann leit á sig sem trúræknari múslima en flestir aðrir Jemenar væru. Hann reyndi að brjóta lög með því að hitta herskáa múslima.

Þegar hann var öðru sinni staddur í Mið-Austurlöndum átta mánuðum síðar, sendi hann föður sínum tölvupóst frá Pakistan og bað hann að senda sér peningar. Faðir hans sendi honum 1.200 dollara, eða tæplega 124.000 krónur, og drengurinn dreif sig til fundar við Osama bin Laden. Foreldrar Lindhs sáu hann ekki aftur fyrr en hann birtist í fréttaútsendingu CNN sem særður fangi.

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli