Frétt

Leiðari 23. tbl. 2000 | 07.06.2000 | 18:09Lengi getur vont versnað

Í kjölfar tillagna fiskifræðinga um veiðar á næsta fiskveiðitímabili verður væntanlega bið á að aðdáunarkórinn um ágæti fiskveiðikerfisins til verndar fiskistofnunum efni til síns árlega konserts. Ekki skal þó loku fyrir það skotið að bróðir sé að baki og hagsmunakórinn hlaupi í skarðið. Mikið skal til mikils vinna.

Ein megin rökin fyrir núverandi fiskveiðistjórnun eru sögð felast í því orði sem næst gengur arðsemi, en það er hagkvæmni. Þannig birtist hagkvæmni kerfisins ekki síst í því að eignarhald og yfirráð fiskistofnanna umhverfis landið færist á hendur örfárra manna og að þeir einir geti leigt eða selt veiðiréttinn sér og sínum til framdráttar og verðlagt að eigin geðþótta.

Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Íslendinar hófu baráttu fyrir einhliða yfirráðum sínum yfir fiskveiðilögsögunni. Þó þarf ekki elstu menn til að muna reiði okkar í garð rússnesku verksmiðjuskipanna sem við á sínum tíma líktum við ryksugur í kálgörðum okkar er þau gerðust ágengust í veiðum sínum inn um flóa og firði. Rússinn er horfinn en ,,ryksugurnar“ eru á sínum stað. Munurinn er sá að nú blaktir íslenski fáninn yfir þeim í stað hamars og sigðar.

Með hverju ári eykst tæknin við fiskveiðar. Með hverju ári verjum við meiri fjármunum til að ná í æ minna magn fiskjar. Með hverju ári göngum við nær lífríki sjávar. Það er sama hvort um er að ræða markvissa sléttun botnsins með því að toga bobbinga og járnadrasl í stað veiðarfæra á hrygningarsvæðunum við suðurströnd landsins eða niðurbrot kóralrifa við Noregsstrendur, allt er þetta þagað í hel. Sama gildir um gífurlegt brottkast fisks í núverandi kerfi. Sama hversu margir skipstjórnarmenn og aðrir sjómenn tjá sig um málið af eigin reynslu.

Þegar svo er komið veiðitækninni að viðvaranir berast neðan úr djúpinu til karlsins í tölvuverinu í brúnni um að fiskur hafi náð að forða sér frá tveggja fótboltavalla faðmi trollsins þá hljóta menn að fara að spyrja sig hvenær verður ekki lengra gengið?

Hvenær finnst okkur nógu til kostað til að ná í stöðugt minni afla, sem skapar æ færri og færri störf í landi? Hvernig ætlum við með sama áframhaldi að telja afkomendum okkar trú um að við höfum einungis nýtt auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt?

Lengi getur vont versnað. Hvenær förum við að lifa í sátt við umhverfið og lifa af því sem það gefur af sér með sjálfbærum hætti?
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli