Frétt

Leiðari 3. tbl. 2002 | 16.01.2002 | 18:21Vestfirðingur ársins 2001

,,Ég er einungis lítið peð á taflborði Drottins. Mér finnst þetta miklu frekar viðurkenning til vestfirskra smábátasjómanna sem björguðu byggðunum heldur en til mín sérstaklega. Þegar búið var að setja þannig lög á Íslandi að fólki var bannað að bjarga sér, þá risu menn upp og fóru að gera út trillur í stórum stíl á einu erfiðasta hafsvæði í veröldinni. Þessir menn björguðu Vestfjörðum. Ef smábátasjómenn hefðu ekki brugðist svona við, þá væri mannlífið að mestu fjarað út í heilum landsfjórðungi. Smábátasjómennirnir komu til bjargar þegar stjórnmálamennirnir brugðust. Við látum ekki kúga okkur heldur berjumst við fyrir því að geta búið hér áfram.“

Svo mæltist Guðmundi Halldórssyni, trillukarli og formanni Smábátafélagsins Eldingar, er hann tók við viðurkenningu sem Vestfirðingur ársins 2001, í kjöri sem bb.is efndi til í samvinnu við Gullauga og Tölvuþjónustuna Snerpu á Ísafirði.

Í öðru sæti varð Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Dorothee hefur unnið mikið og gott starf í að kynna Vestfirði og koma þeim á hið alþjóðlega ferðamannakort. Á liðnu ári tók hún við heiðursverðlaunum í Þýskalandi fyrir störf sín að vestfirskum ferðamálum og hafði heimleiðis í farteski sínu úrskurð dómnefndar um að Vestfirðir væru besti áfangastaðurinn á Norðurlöndum fyrir ferðafólk.

Það velkist enginn í vafa um hvers vegna Guðmundur Halldórsson var kjörinn Vestfirðingur ársins. Stjórnun fiskveiða hefur brunnið og mun áfram brenna á Vestfirðingum, sem og öðru landsbyggðafólki, meðan stjórnmálamennirnir hafa ekki kjark í sér til að taka á málinu af áræði og festu og virðast margir hverjir hafa gleymt hvert þeir sóttu umboð sitt til setu á Alþingi.

Guðmundur Halldórsson er ,,eldri maður sem ekki kemur úr hinum pólitíska geira (og) hefur risið upp sem öflugur talsmaður Vestfirðinga í sjávarútvegsmálum. Hann hefur sýnt mikið frumkvæði og einurð og leitast við að losa umræðu um stjórnun fiskveiða út úr þeirri pattstöðu karps sem hún var föst í, með því að leiða að umræðunni sem flesta með ólíka reynslu. Frammistaða Guðmundar er ekki aðeins Vestfirðingum til fyrirmyndar, heldur og aðdáunarvert dæmi um þá þátttöku almennings í málefnum samfélagsins sem er grunnforsenda lýðræðis,“ segir í samantekt blaðsins á ummælum þátttakenda í kjöri á Vestfirðingi ársins 2001.

Guðmundur Halldórsson, trillukarl, er vel að heiðrinum kominn.
s.h.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli