Frétt

bb.is | 18.08.2006 | 13:24Nýtt björgunarskip fyrir sunnanverða Vestfirði

Von er á nýju björgunarskipi fyrir suðurfirðina. Mynd: Tíðis.
Von er á nýju björgunarskipi fyrir suðurfirðina. Mynd: Tíðis.
Í gær var formlega gengið frá kaupum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á nýju björgunarskipi sem fer á sunnanverða Vestfirði. Skipið er keypt af Konunglega breska björgunarfélaginu (RNLI) og verður flutt til Íslands með Samskipum, og er flutningurinn endurgjaldslaus líkt og gilti um þrjú síðustu skip sem Samskip hafa flutt til landsins. Reiknað er með að skipið komi einhvern tímann á tímabilinu frá október og fram í febrúar. það geti orðið í október eða dregist fram í febrúar. Skipið sem er af Arun gerð en það er sama tegund og félagið á um allt land. Kaupverð skipsins er 15 milljónir og greiðir Landsbjörg greiðir stærstan hluta þess, auk þess sem Björgunarbátasjóður Barðastrandasýslu greiðir einhvern hluta kaupverðs og borgar fyrir allar breytingar, en breyta þarf bátnum til að mæta kröfum Siglingamálastofnunar og er ráðgert að þær breytingar kosti um 4 milljónir. Frá þessu segir á fréttavef Tíðis.

Þá segir enn fremur á Tíðis: „Eiríkur Þórðarson og Búi Bjarnason fóru fyrr í þessum mánuði til Bretlands til þess að skoða skipið og fá leiðsögn í boði Slysavarnarfélagins Landsbjargar og RNLI. Sú ferð var farin til þess að skoða skipið og aðstöðuna sem höfuðstöðvar félagins í Bretlandi eru með. Eiríkur sagði að þeir smíðuðu alla sína báta frá grunni og eftir strangar prófanir við verstu aðstæður í Atlandshafi væru þeir settir í framleiðslu enn fremur sagði hann að Slysavarnarfélagið Landsbjörg væri í góðum tenglum við RNLI, hefði meðal annars sent nemendur í skóla hjá þeim og fengið góða aðstoð frá viðhaldsdeildinni. [...] Skipið hefur fengið mjög gott viðhald eins og öll önnur skip sem RNLI á og er önnur vélin nýleg en hin keyrð í 1900 tíma. Arun bátarnir eru smíðaðir úr trefjaplasti og eru 15 metrar á lengd og 5 á breidd og gengur allt að 18 mílur, hönnun þeirra gerir það að verkum að þeir halda 12- 15 mílna hraða hvernig sem viðrar.

Ólafur H. Haraldsson formaður björgunarbátasjóðsins sagði að með tilkomu skipsins væri verið að stíga stórt skref fram á við. Þetta skip væri mun öflugra og breiðara, þannig er mun betri aðstaða fyrir áhöfnina um borð og einnig auðveldara að koma fyrir sjúkrabörum og allan hátt að vinna að björgun um borð. Einnig fylgir lítill gúmmíbátur á toppi bátsins sem auðvelt er að renna út í sjó.

Ólafur sagði einnig að RNLI væri að skipta út Arun bátunum fyrir nýrri tegund Severn. Þeir bátar eru eins og allir aðrir hannaðir frá grunni í höfðuðstöðvunum. Slíkir bátar kosta um 90 milljónir og hefð er fyrir því í Bretlandi að einstaklingar og fyrirtæki kaupi slíka báta og gefi björgunarsveitunum á þeirra svæði. Þá fá þeir einnig að velja nafn á skipið og bera þau flest mannanöfn, en einnig staðarnöfn eða hvað sem gefandinn ákveður. Þetta er skemmtilegur siður sem gaman væri að fá að hluta hans til Íslands. Það mætti útfæra með að styrkja sjóðinn til þess að koma skipinu til landsins og gera það klárt í útkall en áætlaður kostnaður við það er um 5 milljónir. Tilvalið fyrir þá sem hugsa stórt. Verið er að yfirfara áhafnarlistann, þar eru nokkrir sem ekki hafa verið virkir og aðrir sem ekki eru lengur á staðnum. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Ólaf.“

eirikur@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli