Frétt

bb.is | 18.08.2006 | 08:43Dagskrárlaus bæjarstjórnarfundur: „Yfirgangur og einræðistilburðir“

Bæjarfulltrúar Í-listans átelja vinnubrögð meirihlutans harðlega.
Bæjarfulltrúar Í-listans átelja vinnubrögð meirihlutans harðlega.
Bæjarstjórnarfundur var haldinn í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi að undirlagi bæjarfulltrúa Í-listans sem óskuðu eftir honum til að ræða ágreiningsmál sem komið hafa upp í bæjarráði í sumar, en eins og kunnugt er tók bæjarstjórn sér frí í júlí og ágúst. Fundurinn stóð yfir skemur en í eina klukkustund sökum þess að starfandi forseti bæjarstjórnar, Ingi Þór Ágústsson, tók við fyrirspurnum en ákvað að framkomnar tillögur lægju fyrir fundinum með afbrigðum þannig að 2/3 bæjarfulltrúa þyrftu að samþykkja að þær væru teknar á dagskrá. Meirihluti bæjarstjórnar veitti svo ekki samþykki sitt fyrir því að dagskrármál þau er bæjarfulltrúar Í-listans vildu ræða væru tekin á dagskrá, og úrskurðaði forseti þá að engin dagskrármál lægju fyrir, og mun þetta í fyrsta skipti í sögu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem bæjarstjórnarfundur er með öllu dagskrárlaus.

Á heimasíðu Í-listans má lesa stuttan pistil Björns Davíðssonar um málið, en hann hafði ætlað að hlusta á fundinn á netinu: „Ég gat því miður ekki fylgst með fundinum […] en viti menn, útsending af þessum sögulega fundi var ekki í gangi, og ekki veit ég hvort upptaka af honum verður tiltæk heldur. En eitt er víst, að meirihluti bæjarstjórnar er ekki tilbúinn í opinberar umræður um þær tillögur sem fram voru lagðar og 1003 kjósendum í Ísafjarðarbæ er sagt að éta það sem úti frýs.“

Eins og má ímynda sér mótmæltu bæjarfulltrúar Í-listans vinnubrögðum meirihlutans harðlega, og létu m.a. bóka: „Með því að neita að taka á dagskrá þær tillögur og fyrirspurnir sem bæjarfulltrúar hafa lagt fyrir fundinn beitir meirihlutinn óheyrilegum yfirgangi og þverbrýtur allar lýðræðislegar reglur og hefðir í starfi bæjarstjórnar, með því að hengja sig í vafasöm formsatriði og neita að veita afbrigði frá samþykktum þvert ofan í munnlegt samkomulag þar um. Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa furðu og sorg yfir afstöðu almennra bæjarfulltrúa sjálfstæðis- og framsóknarflokks og lýsa yfir fullkominni andúð á framferði meirihlutans og einræðistilburðum hans við stjórn bæjarmála.“

Í grein sem Sigurður Pétursson, oddviti Í-listans, hefur skrifað á bb.is kemur fram að síðastliðinn mánudag hafi hann átt fund með bæjarstjóra og varaforseta bæjarstjórnar þar sem fram hafi komið að fundurinn í gær væri talinn aukafundur og því yrðu fundargerðir bæjarráðs eða annarra nefnda bæjarins ekki lagðar fram. Þá óskaði Sigurður eftir að fá sólarhrings frest til að leggja fyrir tillögur til að ræða á fundinum, og voru tillögurnar lagðar fram daginn eftir. „Nú er ljóst, eftir bæjarstjórnarfundinn 17. ágúst, að ekki er hægt að treysta orðum þessara tveggja bæjarfulltrúa. Er leitt til þess að vita að ekki skuli hægt að eiga samstarf við þessa trúnaðarmenn sveitarfélagsins án þess að búast við orðabrigðum og undirmálum. Íbúar Ísafjarðarbæjar eiga betra skilið“, segir m.a. í grein Sigurðar.

Þá kemur fram að bæjarfulltrúar Í-listans hafi ákveðið að krefjast nýs fundar í næstu viku til að ræða þau mál sem ekki fengust á dagskrá í gær. „Við munum ekki láta yfirgang og einræðistilburði ríkjandi meirihluta koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu og eðlilega málsmeðferð“.

Málin sem ekki fengust rædd í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar voru þessi:

1. Tillaga um útboð á sorphirðu
2. Tillaga um útboð á gámahreinsun
3. Tillaga um útboð á sorpurðun
4. Tillaga um gerð útboðsgagna vegna uppsetningar gámasvæða við Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
5. Tillaga um niðurfellingu leikskólagjalda í Ísafjarðarbæ
6. Tillaga um niðurgreiðslur til foreldra barna í vist hjá dagforeldrum.

Fyrirspurnir sem ekki fengust ræddar voru:

1. Fyrirspurn um úttekt á kynjabundnu launamisrétti hjá Ísafjarðarbæ.
2. Fyrirspurn um félagsmiðstöð unglinga á Ísafirði og Þingeyri
3. Fyrirspurn um rannsókn á útblæstri frá sorpbrennslunni Funa
4. Fyrirspurn um fyrirhugaða sundlaugarbyggingu
5. Fyrirspurn um störf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis
6. Fyrirspurn um ráðningarsamning við bæjarstjóra

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli