Frétt

Ólína Þorvarðardóttir | 17.08.2006 | 13:25Út úr kófinu .... frá Funa!

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Tryggvi Guðmundsson lögmaður hefur nú skrifað tímabæra grein á bb.is um þá sjónmengun sem sorpbrennslustöðin í Funa hefur valdið hér í bæ undanfarin ár. Þegar grein Tryggva birtist var sú sem hér heldur á penna komin á fremsta hlunn með að vekja máls á þessu ófremdarástandi í blaðagrein, en Tryggvi hefur nú blessunarlega tekið af mér ómakið. Hann skorar hinsvegar á bæjarbúa að láta í sér heyra vegna málsins, og tek ég fegins hendi þeirri áskorun.

Langlundargeði Ísfirðinga er viðbrugðið í málefnum sorpbrennslustöðvarinnar, því það er hreint ótrúlegt hversu lengi þeir hafa af þolinmæði beðið úrbóta á ástandinu. Hlýtur þó hver heilvita maður að sjá hversu óviðunandi þetta er fyrir bæjarfélag sem þarf á öllu sínu að halda til að laða hér að bæði ferðamenn og nýja íbúa.

Skaðsemi útblástursins

Frá því ég flutti hingað vestur síðsumars 2001 hefur mengunarmistrið lagt frá stöðinni nær daglega. Skýrast er þetta á lognstilltum vetrardögum þegar reykurinn helst kyrr undir kaldari loftlögum. Á slíkum dögum er beinlínis ömurlegt að hugsa til lítilla barna í Holtahverfi sem sofa í vögnum undir húsveggjum og anda þessu að sér. Gildir einu þó að misvitrir menn reyni að telja okkur trú um að þarna séu einungis „vatnsdropar“ í lofti en ekki hættuleg útblástursefni. Þegar Hermann Þórðarson, efnaverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun, var inntur eftir því haustið 2001 hvort sú fullyrðing fengi staðist að hinn sýnilegi reykur væri einungis skaðlaus vatnsgufa neitað hann því (sjá bb.is þann 21.09.2001). Hann benti á að í útblæstrinum eru efni á borð við kolmónoxíð, vetnisklóríð og brennisteinstvíoxíð. Bláa litnum, sem bæjarbúar hafa tekið eftir, veldur brennisteinssúrt gas, en auk þess eru í reyknum frá stöðinni þungmálmar sem mælingar hafa sýnt að eru umtalsverðir, og óþægilega nálægt þeim mengunarmörkum sem starfsleyfið gerir ráð fyrir. Skal því engan undra þó að sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að þessi mengun sé ekki skaðleg mönnum. Sjálfri er mér minnistæð nýleg lýsing Elvars Bæringssonar hér á bb.is þar sem hann lýsti vanlíðan og veikindum sem hann varð fyrir einn góðviðrismorguninn, þegar hann ætlaði að hjóla til vinnu og lenti inn í reykjarkófinu frá Funa (sjá bb.is þann 20.03.2006).

Sagan endalausa

Við lauslega skoðun á bb.is kemur í ljós að málið hefur oft verið til umræðu á undanförnum fimm árum. Óvenjuslæmt virðist ástandið hafa verið í ársbyrjun 2003 þegar bæjaryfirvöldum barst fjöldi fyrirspurna í góðviðriskafla sem stóð í nokkrar vikur. Ævinlega hefur því verið svarað að hreinsibúnaður væri bilaður, nýjar síur væru á leiðinni og með tilkomu þeirra ætti öll sjónmengun frá stöðinni að vera úr sögunni (sjá bb.is 22.10.2003, 17.05.2003 og nú síðast 31.07.2006). En hvað svo? Hafa marg gefin loforð um að ástandið batni staðist? Ástandið bara versnar ár frá ári, og hefur líklega aldrei verið verra en í sumar. Ætlum við að verða samdauna þessum fjanda?

Nei, það sæmir ekki í velferðarsamfélagi 21. aldar að bjóða íbúum og gestum staðarins upp á annað eins og þetta. Með staðsetningu stöðvarinnar voru gerð mistök á sínum tíma - mistök sem bæjaryfirvöld verða hreinlega að leiðrétta. Það er auðvitað dýrt að finna stöðinni nýjan stað – en því miður er útlit fyrir að það sé eina ráðið. Stöðin annar vart öllum þeim úrgangi sem til hennar berst. Hún virðist vera keyrð af fullu afli nótt sem nýtan dag – og kannski skýrir það hvernig komið er, þ.e. að hreinsibúnaðurinn anni hreinlega ekki öllu því sem fer í gegnum reykháfinn.

Hver svo sem ástæðan er, þá má ekki dragast lengur að grípa til raunverulegra úrbóta á þessu ófremdarástandi. Bæjaryfirvöld verða hreinlega að finna ráð sem duga – og það fljótt, áður en skömmin kemur niður á hagsmunum bæjarins til lengri tíma.

Ólína Þorvarðardóttir
Miðtúni 16, Ísafirði.


bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli