Frétt

bb.is | 15.01.2002 | 11:56Svaðilfari í verðlaunakvikmyndinni Ísaldarhestinum

Kvikmyndatökumenn í hestaferð með Þórði Halldórssyni á Laugalandi í Skjaldfannardal. Fremstur í flokki gengur Hjalti Halldórsson frá Laugalandi. <br>Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Kvikmyndatökumenn í hestaferð með Þórði Halldórssyni á Laugalandi í Skjaldfannardal. Fremstur í flokki gengur Hjalti Halldórsson frá Laugalandi. <br>Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Þórður Halldórsson, bóndi á Laugalandi í Skjaldfannardal, kemur nokkuð við sögu í nýrri kvikmynd eftir Pál Steingrímsson er ber nafnið Ísaldarhesturinn eða The Ice Age Horse. Myndin vann nýlega til verðlauna á Wildlife Europe-kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Svíþjóð sl. desember, í flokki mynda um tengsl manns og náttúru. Í myndinni um Ísaldarhestinn er rakin saga íslenska hestsins sem landnámsmenn fluttu með sér til landsins fyrir meira en ellefu öldum og fóru myndatökur fram víða um land, m.a. á Vestfjörðum. í kvikmyndinni er sýnt frá hestaferð með Þórði Halldórssyni á Laugalandi en hann hefur undanfarin ár verið með ferðaþjónustuna Svaðilfara sem skipuleggur „gamaldags“ hestaferðir kringum Drangajökul. Þessar ferðir taka átta daga og liggur leiðin um Snæfjallaströnd, Jökulfirði yfir á Strandir og alla leið norður að Dröngum. Þaðan er farið yfir jökul til baka.
Í Morgunblaðinu síðasta sunnudag er viðtal við Pál Steingrímsson og segir hann þar frá ýmsu er viðkemur myndinni og gerð hennar. Þar á meðal kemur hann inn á jökulhestinn svokallaða sem hann rakst á fyrir um fjórum árum síðan þegar hann var að ganga með Drangajökli. Sá hann þá þúst í jökulsprungu og þegar hann athugaði málið betur sá hann að þetta var hestur. „Það var ekkert um að villast að þetta var hestur með klyfbera og timbur á, annar klakkurinn brotinn. Af því að skoða klyfberann áttaði ég mig á að hann var ævaforn,“ segir Páll. Hann merkti staðinn með vörðum og stikum. Páll segir að vel varðveitt hræ hestsins, sem að öllum líkindum hafði drepist fyrir ævalöngu, hafi minnt sig á þegar Krúsjov bauð Nixon í mammútakjötsveisluna um árið.

Sumarið eftir fór Páll á vettvang með myndavél en fann engan hest. Hann sá vörðurnar, en stikurnar voru horfnar og sprungan fallin saman. Honum kom þá annað ráð í hug. „Ég fékk Þorvald Björnsson hjá Náttúrufræðistofnun í lið með mér. Við náðum í hrosshaus, húð og lappir á Hólmavík. Settum þetta svo í jökulsprungu og tróðum húðina út með snjó. Svo lét ég menn labba á timburdrögum eftir jöklinum ofan við sprunguna til að minna á þetta forna slys. Þetta er eitt af nokkrum sviðsettum atriðum í sögunni og tengist ferð með „Svaðilfara“ um Jökulfirði, Strandir og Drangajökul.“

Ísaldarhesturinn er klukkustundar löng kvikmynd, ætluð til sýningar í sjónvarpi. Hún er framleidd í samvinnu fyrirtækis Páls, Kvik hf., og sænska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækisins Scandinature. Þess má geta að tónlistin í myndinni er unnin af þeim Rafni Jónssyni og Magnúsi Þór Sigmundssyni. Myndin mun þegar vera komin í alþjóðlega dreifingu.

bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli