Frétt

Leiðari 35. tbl. 2006 | 31.08.2006 | 09:37Lausung í meðferð á fjármuna ríkisins

Í nýrri skýrslu sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er bent á að umsvif íslenska ríkisins hafi þanist út á þeim tíma er draga átti seglin saman. Nokkuð undarlegt að erlenda sérfræðinga hafi þurft til að draga svo augljósa staðreynd fram í dagsljósið. Þá vekur athygli að í skýrslunni er mælt með að metið verði í grundvallaratriðum hver ávinningur okkar af stóriðju sé. Nokkuð síðbúin ábending til stjórnvalda, sem þessa dagana keppast við að sverja alla stóriðjustefnu af sér?

Ríkisendurskoðandi var ómyrkur í máli í gagnrýni sinni á agaleysi stjórnvalda í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga; nokkuð sem embætti hans hefur bent á svo árum skiptir og sem ríkisvaldið hefur haft nægan tíma til að bregðast við. Að ríflega fjórðungur fjárlagaliða síðasta árs hafi farið fram úr heimildum; að framúrkeyrslan nemur níu milljörðum og að 27 milljarða heimildir eru ónotaðar, segir meira en mörg orð um fjárlagagerðina og meðferð fjármunanna.

Fjárlög eru eins og hver önnur lög sem samþykkt eru á Alþingi. Þau ber að virða. Í ljósi þess eru viðbrögðin við gagnrýni ríkisendurskoðunar eftirtekarverð. Svar utanríkisráðuneytisins við því að draga þurfi verulega úr starfsemi sendiráða, jafnvel loka sumum þeirra, er að ríkisendurskoðun leggi ekki málið upp á réttum forsendum og því séu útreikningar hennar ekki réttir. Óneitanlega minnir þetta á viðbrögð fjármálaráðuneytisins í skattadeilunni margfrægu þar sem því var ítrekað haldið fram að allur útreikningur annarra en ráðuneytismanna væri rangur. Í fáum orðum: Það kynnu ekki aðrir að reikna.

,,Róm var ekki byggð á einni nóttu og vonandi sjáum við betrumbætur sem fyrst“ eru viðbrögð fjármálaráðherra, sem kveðst meðvitaður um vandann en bætir við að oft geti verið vandi að venja sig af ósiðum! (Mbl.4.ág.) Er ráðherrann að segja að það geti verið erfitt fyrir embættismenn að hætta að sólunda fjármunum ríkisins? Sukkið sé orðið hefð?

Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og starfandi formaður fjárlaganefndar segir stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvanda ríkissjóðs og að við getum ekki lifað við núverandi lausung í fjárlögum. Viðvaranir EOK eru ekki nýjar af nálinni.

Þessu tengdu er rétt að rifja upp að í umræðunni um samdrátt í ríkisútgjöldum til að slá á verðbólguna fór lítið fyrir viljanum til að slá á útþennslu ríkisbáknsins. Hið eina sem menn komu auga á var að fresta bráðnauðsynlegum vegaframkæmdum á landsbyggðinni; framkvæmdum sem ekki þarf að greiða fyrir nema einu sinni á meðan útblásinn ríkisreksturinn kallar árlega á stöðugt meiri peninga.

Lausungin við framkvæmd fjárlaga vegur þungt á vogarskál kröfunnar um tafarlausan aðskilnað löggjafans og framkvæmdavaldsins.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli