Frétt

Stakkur 35. tbl. 2006 | 31.08.2006 | 09:57Hryðjuverkaógn á Ísafirði?

Sennilega finnst flestum þessi tilhugsun fáránleg. Vonandi er hægt að svara þessari spurningu neitandi. Áhrif hryðjuverka teygja sig víða. Áþreifanlegar afleiðingar er að finna á Ísafirði. Girðingar í Sundahöfninni, eru dæmi þess að hryðjuverk og hættan af þeim, hin yfirvofandi ógn, kemur fram í ýmsum myndum, líka í smábæ úti á Íslandi, norður í höfum þar sem fólk hefur lifað í friði hvert við annað á þriðju öld og alvarlegasta ógnin sem fólki hefur stafað af mannavöldum er að umgangast náttúruna á of frjálslegan hátt og ýta til hliðar þeim ógnunum sem af henni stafar, neita einfaldlega að horfast í augu við að stundum skapar náttúra Íslands mikla hættu. Að sjálfsögðu ber að hafa þann fyrirvara á að oft verða pústrar með mönnum þegar skemmtanir eru sóttar full stíft með Bakkus við stýrið í öllum skilningi.

Hið athyglisverða er að afleiðingar hryðjuverka birtast lævíslega og verða partur af daglegri tilveru allra. Nægir að taka flugið sem dæmi. Íslendingar hafa aldrei flogið meira í áætlunarflugi en nú. Það er mikilsverður hluti af efnahagslífi landsmanna og hluti af frístundanotkun, að fljúga úr landi, skoða heiminn eða liggja á sólarströnd, ná á sig lit og njóta þess sem útlönd hafa að bjóða. Eftir 10. ágúst síðastliðinn sækir þessi ógn enn að okkur með hertu eftirliti með flugfarþegum, að minnsta kosti í millilandaflugi og hver veit hvenær harðnar enn í innanlandsfluginu líka. Eftir 11. september 2001 fyrir tæpum 5 árum var eftirlit hert og virðist nú ekki lát á. Það er harkalegt að byrja sumarleyfisferð á þann veg að fólki líður eins og brotamanni, sem annað hvort hefur gerst sekur um glæp eða er grunaður um slíka hegðun. Eitt sinn gengu flugfarþegar um borð í flugvélar á leið milli landshluta á Íslandi og engum datt í hug að skipta sér af því hver það var, svo fremi viðkomandi hefði keypt flugmiða og fengið brottfararspjald. Nú skal hver maður sýna rétt skilríki til að sanna á sér deili.

Hvort heldur farið er í ferð til skemmtunar eða viðskipta til annarra landa gengst ferðamaðurinn undir stranga skoðun á sjálfum sér og farangri sínum og hugmyndin um að ferðast eingöngu með handfarangur er dauð vegna ógnarinnar af hryðjuverkum. Allt skal í innritaðan farangur. Enn megum við fljúga til Reykjavíkur með handfarangur, svo fremi við sönnum á okkur deili. En hversu lengi fær það staðist? Það er undarlegt að koma á Sundahöfn og sjá afleiðingar hafnaverndar. Girðing skilur þá sem fara frá borði eða um borð frá öðrum hluta hafnarsvæðis. Starfsmenn skulu bera skilríki og heimilt er að leita á gestum og gangandi. Hér er afar skýrt dæmi afleiðinga hryðjuverka um allan heim. Sakleysi Ísafjarðarhafnar er fyrir bí. Sama mun gerast á fleiri sviðum daglegs lífs eftir því sem hryðjuverkum fjölgar og gerendur verða verri viðskiptis. Hið einfalda og saklausa hverfur og heimurinn harðnar, líka á Ísafirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli