Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 15.08.2006 | 08:57OECD tjáir sig um íslensk velferðarmál

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Ef maður dregur ályktanir af þeirri umræðu sem á sér stað um velferðarmálin á stundum, mætti ætla að framlög til þeirra væru illa skorin við nögl. Hinn dæmigerði málflutningur gagnrýnendanna er sá að við séum í flestu eftirbátar annarra þjóða á velferðarsviðinu. Það vantar meira fé til skólamála, það vantar meira fé til heilbrigðismála, það þarf að auka fjármagn til verlferðarmálanna almennt er oft sagt. Og vissulega má það til sanns vegar færa að við gætum gert meira á þessum sviðum ef við hefðum til þess meira fjármagn. Enginn efast um að hægt væri að gera margt þarflegt með meiri peningum í heilbrigðismálum okkar eða menntamálum. Þetta eru kostnaðarsamir málaflokkar og við sem rík og öflug þjóð viljum veita til þeirra miklu fjármagni. Það er líka reyndin.

Fjárveitingar til menntamála

Ný skýrsla OECD um Ísland varpar ljósi á einn hluta þessa máls sem ástæða er til þess að vekja athygli á. Þar er meðal annars fjallað um menntamál. Skýrslan er mjög hvetjandi í þá veru að vel sé að málum staðið á þessu sviði og áhersla lögð á menntamálin sem viðfangsefni stjórnmálanna. Það er bent á margt sem betur má fara á þessum sviðum, en ljósi einnig beint að athyglisverðri staðreynd. Þar er meðal annars sagt: „Stjórnvöld endurskipulögðu menntakerfið um miðjan síðasta áratug og frekari endurskipulagning er í framkvæmd eða áformuð. Fjárveitingar til menntamála hafa einnig verið stórauknar og eru nú þær hæstu innan OECD sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.”

Svo mörg voru þau orð. Þetta eru athyglisverðar staðreyndir. Ekki síst séu þær bornar saman við sífellt tal og gagnrýni í þá veru að íslensk stjórnvöld hafi menntamálin ekki í nægjanlegum forgangi.

Vöxtur í útgjöldum til heilbrigðismála

OECD hefur einnig fjallað um heilbrigðismálin með svipuðum hætti. Það er athyglisvert að útgjöld til heilbrigðismála mælt á kvarða stofnunarinnar hafa vaxið talsvert á síðustu þremur áratugum eða svo í aðildarlöndunum. Heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD löndunum sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var 5,% árið 1970, árið 1990 var hlutfallið 7,1%, árið 2000 var þetta hlutfall 8% og var árið 2003 8,8%.

Hér á landi hefur vöxturinn verið enn hraðari á þessum árum. Við vorum fyrir neðan meðaltal árið 1970, og heildarútgjöld okkar á sama mælikvarða námu þá 4,7%. Þau voru komin upp í 8% árið 1990, en 9,3% áratug seinna. Heildarútgjöldin til heilbrigðismálanna á Íslandi eru á árinu 2003, alls um 10,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Fyrirvarar sem þarf að gera

Vitaskuld er svona samanburður erfiður. Til margs þarf að taka tillit. Til dæmis aldurssamsetningar þjóðarinnar, skiptingu á milli málaflokka og áfram mætti eflaust telja. Og við vitum að ýmsir hafa efast um talnaforsendur OECD. Það breytir því þó ekki að þessa virta stofnun, sem menn vitna oftast til, um alþjóðlegt talnaefni, kemst að þessum niðurstöðum í athugunum sínum á þessum þýðingarmiklu málaflokkum. Þær upplýsingar eiga því sannarlega erindi inn í íslenska þjóðmálaumræðu.

Einar Kristinn Guðfinnssonekg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli